Rökkur - 01.06.1952, Side 251
RÖKKUR
299
Bess Hallaker, en Bess veinaði: „Hamingjan góða, tvíburar!"
og hljóp undan, er unnustinn reyndi að faðma hana og kyssa.
— Herrafólkið hvarf til sinna heima og Alard skenkti víni í
glös.
„Megi okkur vegna vel,“ sagði hann og lyfti glasi sínu. „Hann
sagði allt fyrir í samræmi við það, sem þú hefir sagt, Robert
Douce.“
„Og þú trúðir honum — spámanninum, betur en mér.“
„Nú, jæja,“ sagði herramaðurinn dálítið vandræðalega, kann-
ske það hafi styrkt mig í trúnni, en annars er eg ekkert barn
og trúi ekki á skrum þessara karla, en hvað sem öllu líður
var þetta fyrirtaks spádómur.“
„Það þarf engan spámann til þess að segja neitt um það,
að það sé járn í jörðu í Conster. Jörðin sjálf og vatnið, sem
safnast í pytti á henni, sýna það — og þetta hefir öllum verið
vitanlegt árum saman.“
„Já, svo sannarlega, en það er ekki þar með sagt, að járn-
bræðsla muni skila arði í garð.“
„Þú átt hundruð ekra skóglendis, og þar er eldiviðurinn
til að kynda undir járnbræðslupottunum.“
„Já, og karlinn spáði meiru —“
„Trúðu honum þá, ef þú vilt, frekar en mér, þótt hann viti
ekkert um járn, en eg hafi verið járnbræðslumaður, áður en eg
tók að mér að koma upp járnbræðslu fyrir Sir Philip Sidney.
Þar að auki hefi eg í dag skoðað hvern skurð, hvert dý og síki
á landareigninni, og alls staðar sé eg merki þess, að járn sé í
jörðu. En trúðu honum, segi eg, frekar en mér.“
„Eg trúi honum ekki frekar en þér, fjarri því, hann er
skrumari og ætti að vera í gapastokknum, en —- helvíti spáði
karlinn vel. Varstu ekki ánægð með það, sem þú fekkst hjá
honum, Kata?“
„Eg hugsa meira um það, sem hann sagði við bróður minn,“
svaraði Katrín.
,Hann sagði ekkert af skynsamlegu viti um hann.“
„Það má vel vera, en samt langar mig til að vita hvað hann
var að fara —“
„Hann sagði ekkert, sem vit var í. Eg geri ráð fyrir, að hann
hafi orðið hræddur af tilhugsnuinni um hvað við myndum hugsa,
og allt farið í handaskolum fyrir honum — ef hann sagði þetta
þá ekki beinlínis til þess að komast út úr ógöngum."