Rökkur - 01.06.1952, Side 224
272
R O K K U R
þar? Eg veit það ekki, og reyndi að koma lífinu í yður aftur,
þótt það lægi við, að það hefði þær afleiðingar, að hjarta mitt
brysti af áreynslunni. Eg veit það ekki. Eg sagði að vísu, að
það hefði verið til þess að geta kvalið yður áfram. En var það
í sannleika svo? Eg veit það ekki. Hafði eg nokkurn tíma hatað
yður eða kom bara svona fram fyrirlitningin, sem eg bar fyrir
sjálfum mér? Eg veit það ekki. Eg hafði horfið frá hugmynd-
inni um að ræna barninu og bannað það, og einnig að senda
leynibréf, en samt var þetta gert af þeim, sem árangurslaust
reyndu að bana mér í London, og síðar hér. Þessar eru stað-
reyndirnar, Wrybourne. En hvort sem eg hefi hatað yður eða
dáðst að yður, veit eg ekki, en eg hefi fyrirlitið sjálfan mig.
Hitt er mér vel ljóst, að eg hefi verið svo hatrammur fjand-
maður yðar, að eg get ekki vænst fyrirgefningar, og bið held-
ur ekki um hana. — Eg bið aðeins um, að þessi litla telpa
vérði ekki tekin alveg frá mér, því að það væri sama sem að
skilja mig einan eftir í yztu myrkrum.“
Sam stikaði fram og aftur um stund. Gekk síðan að rúminu,
settist á rúmstokkinn, krosslagði hendurnar á brjóstinu, og
mælti:
„Jæja, Robert Chalmers, það er þá bezt að eg geri grein
fyrir viðhorfi mínu. Þegar þér knúðuð mig til þess að heyja
einvígið valdi eg sax að vopni, sem eg kunni vel að beita frá
sjómennskudögunum — og var tilgangur minn sá, að beita því
þannig, að þér gætuð aldrei notað hægri hönd yðar áfram sem
skammbyssuskytta, en þér höfuð þá orðið mörgum manni að
bana, vegna afburða leikni yðar í að nota slíkt vopn. En
þegar eg sá yður hörfa undan og hönd yðar liggjandi í grasinu
fylltist eg eigi minni hryl'lingi en þér, enda hafði eigi verið
tilgangur minn, að svona færi. Það skiptir engu um það sár,
sem eg hlaut, en endurminningin um hvernig eg fór með yður
lá á mér eins og mara, og eg var miklu lengur að ná mér fyrir
bragðið en ella hefði verið. Og trúið því, að meðan við börð-
umst jókst aðdáun mín á yður æ meira, þrátt fyrir heift yðar
og hefnigirni. Og síðar, þrátt fyrir það, að þér létuð hatur á
mér í ljós, óskaði eg eftir vináttu yðar — næstum móti vilja
mínum, og tvisvar rétti eg fram hönd mína til sátta, en þér
vísuðu mér á bug .... og nú .... þætti mér gaman að vita,
hvort þér munduð gera það í þriðja sinn .... Robert?“
í þessum svifum barst til eyrna þeirra klukknahljómur. í
hinni miklu höll voru klukkur margar og nú, er klukkan var