Rökkur - 01.06.1952, Síða 197
ROKKtJR
245
standa“, og oft er vitnað í — orð, sem ekkert merkja — ef
til vill. Et þú og drekk, kæri félagi —“
„Haltu ekki áfram í sama dúr og áðan, — eg missi alla lyst,
ef þú gerir það.“
„Kalt kjúklingakjöt, brauð, smjör, ostur — og flaska af
bezta brennivíni. Svo að þú skalt eta og drekka —“
„Það geri eg svo sannarlega, því að eg er banhungraður.“
„En heldurðu ekki að þér gengi betur að koma í þig matn-
um, ef þú slepptir skammbyssunni."
„Hún er mér ekki til trafala, fjarri því, og nú skaltu segja
mér allar fréttirnar meðan eg matast.'1
„Já, það er nú það. í fyrsta lagi, þessi Shrig er kominn á
kreik aftur —“
„Hefirðu séð hann? Já, helvítis þrællinn, skyldi hann vera
nálægur?“
„Ó, já, hann er kominn á kreik, og verð eg að segja, að þér
er mjög farið að förlast — skýtur hann í handlegginn —
skeinusári. Það var aumleg frammistaða. Þá stóðstu þig betur,
þegar þú skauzt á Sir Róbert — því að mér er sagt, að hann
liggi — milli heims og helju — en menn, sem liggja milli
heims og helju, hafa það stundum af, Alfreð minn. Þarna hef-
ir þér aftur mistekizt, svo að eg hefi komizt að þeirri niður-
stöðu að þú sért ekki eins slyngur í morðlistinni og eg hafði
ætlað. Og meðal annara orða, piltur minn, hvers vegna not-
aðirðu mína skammbyssu, þegar þú reyndir að murka úr
honum líftóruna — þessa hérna?“
Og um leið og markgreifinn klykkti út með þessum tveim-
ur orðum miðaði hann skammbyssu á félaga sinn.
„Hvers vegna?“ spurði hann letilega. „Hvers vegna skild-
irðu hana eftir á morðstaðnum, svo að grunur félli á mig, en
slíkan leik hefir þú áður leikið. Hefði þó mátt ætla, að þú
værir nægilega skynsamur til þess að freista ekki slíks aftur.
En hversu það er líkt þrælmenni sem þér að svíkja þannig vin
þinn og félaga í tryggðum. Nei, hreyfðu þig ekki, eða svo
sannarlega skýt eg kúlu í höfuð þér —“
Ótrúlega snöggt beygði markgreifinn sig fram og þreif
skammbyssu Bellengers og henti henni burt.
„Nú,“ sagði hann, „gæti eg drepið þig — og borið, að eg
hefði átt hendur mínar að verja, en eg, eins og Sir Róbert,
kýs heldur, að Shrig elti þig uppi og sjái um, að þú verðir
hengdur á gálga, eins og þú hefir til unnið.“