Rökkur - 01.06.1952, Page 45
R O Iv K U R
93
Með hnefana á lofti nálguðust þeir hvor annan meðan Jane
flýtti sér að taka upp hálsmenið, en svo starði hún með st'ór-
um, skelfdum barnsaugum, á hinn grimmilega og hrottalega
leik, sem háður var fyrir augum hennar. Árásarmaður henn-
ar fylgdi engum leikreglum, — það var augljóst, að hann
ætlaði ekki að víla fyrir sér að hitta fyrir neðan beltisstað,
og nota ætlaði hann bersýnilega fyrsta tækifæri til þess að
láta kné fylgja Kviði, en Sam, sem hafði auga á hverjum
fingri, og var honum leiknari og þjálfaðri í hverskonar bar-
aagalist, hló að honum, og lofaði honum að hamast um stund,
en brátt lá ræninginn emjandi og veinandi af kvölum við
íætur honum, eftir að Sam hafði klykkt út með því að berja
hann niður. Fanturinn veinaði um miskunn, en nú var Sam
orðinn æstur og var sem hann gæti ekki hætt, en að heyra
manninn kalla árangurslaust og biðjast miskunnar, var meira
en Jane litla gæti þolað, og kallaði hún nú hástöfum til Sam.
„Nei, Sam frændi, nei, nei!“
Þegar rödd barnsins, sem hann unni svo heitt, barst að eyr-
um Sam og hann varð var skelfingarinnar í röddinni hætti
hann þegar barsmíðinni, henti manninum til hliðar, bjóst ti\
að sparka í hann, en hætti við það, og sagði:
„Skríddu burt, kvikindið þitt — reyndu að skreiðast á fætur
eg---------“
Og þegar maðurinn hafði skriðið inn í runnaþykknið breiddi
Sam faðminn móti telpunni og sagði:
„Meiddi hann þig, Jane mín?“
„Nei, nei — en hann gerði mig hrædda, en — Sam frændi,
þú særðir mig — óskaplega?“
„Særði þig — þig, lambið mitt?“
„Þú varst alveg hræðilegur á svipinn — og þú særðir mig
einhvern veginn — innan í mér?“
„Ó, hjartað mitt,“ sagði hann iðrandi röddu, „komdu, eg
ætla að kyssa þig.“
„Ó-nei, — ekki strax. Fyrst ætla eg að taka klút og þurka
þér í framan svo að þú verðir fallegur aftur. Krjúptu nú á
kné og lofaðu mér að þurka þér í framan.“
Og hann kraup á kné í grasinu meðan Jane litla, í anda
móðurlegrar mildi, sem er allra kvenna prýði, strauk var-
færnislega hvern blettinn af öðrum af andliti hans, með litla,
en ekki sem hreinasta, vasaklútnum sínum.
„Maðurinn sparkaði í þig, líka?“ sagði hún.