Rökkur - 01.06.1952, Side 96
144
R O K K U R
„Það mætti segja mér, að leita þyrfti lengi að manni, sem
hatar eins innilega og þér gerið, Sir Róbert — víst skal eg
gera það, sem í mínu valdi stendur, til þess að treina í mér
líítóruna sem allra lengst — þó ekki væri nema til þess að
þér gætuð komið fram hefndum."
Og út stikaði Sam og kom þar að sem Elísabet McGregor
var að láta hest hans eta epli úr lófa sér.
„Jæja, lávarður minn,“ sagði hún, „þér vitið þá á hverju þér
eigið von — eg lagði við hlustirnar, eins og þér skiljið. Hon-
um er hefndin í huga.“
„Þetta er brjálæði,“ sagði Sam og hristi höfuðið.
„En svona er Robert,“ sagði Elisabet. „Honum er ekki sjálf-
rátt.“
Eftir stutta þögn bætti hún við:
„Þér trúið því, að hann sé ekki valdur að því, sem gerðist?"
„Að sjálfsögðu."
„Vegna þess að Sir Robert er hvorki hugleysingi né morð-
ingi, hvað sem annars má um hann segja.“
„Það er orð og að sönnu, lávarður minn. En hvað vitið þér
annars frekar um það, sem gerðist?“
„Aðeins að einhver skaut — úr launsátri — úr runnaþykkni
skammbyssa Sir Roberts fannst skammt frá.“
1 skóginum. Hesturinn minn prjónaði, og varð fyrir skotinu —
„Svona liggur þá í þessu —“
„Grunið þér einhvern, frú —?“
„Kannske eigið þér aðra óvini en Sir Robert?"
„Ef til vill — það lítur að minnsta kosti út fyrir það.“
„Eg þekki Robert betur en aðrir — það ólgar í honum, af
því að þér tókuð orð hans trúanleg — hann vonaði, að þér
munduð bera fram ásakanir — og honum er það nærri óbæri-
legt, að hafa orðið var meðaumkunar í svip yðar — fjandmanni
hans.“
„En sjáið þér til, eg er ekki fjandmaður hans.“
„Það hugði eg þó. Hvers vegna ekki?“
„Vegna þess, að fjandskap mínum lauk með einvíginu.“
„Af því að þér sigruðuð?“
„Ef til vill. En hvort sem menn sigra eða tapa — ef leikur-
inn er heiðarlegur — eiga menn að virða andstæðing sinn.
Hann barðist vasklega og drengilega, og eg kann að meta það
svo vel, að eg varð fús til fullra sátta. Og um að fullar sættir