Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 138
186
R Ö K K U R
„Tawno Lovel.“
„Aha, Tawno hinn óviðjafnanlegi — ósigrandi."
„En eg beið ósigur að lokum, lávarður minn.“
„Já, en fyrir Jessamy Todd. Það er engin furða, að mér
fannst eg þekkja yður.“
„Menn breytast á sex árum. En ef þér gætuð nú hjálpað
mér, þó ekki væri nema yfir í skóginn þarna?“
„Ef eg gæti komið yður á bak hesti mínum.“
„Með yðar hjálp kemst eg á bak.“
Og svo hjálpaði Ralph honum á bak hestinum og teymdi
undir honum inn í skóginn. Þeir fóru götustíg og voru rjóður
beggja vegna stígsins. Þeir ræddu frekara um Jessamy Todd,
sem þeir báðir dáðu.
„Það er ekki sá maður til, sem gæti sigrað Jessamy — og
það ætla eg að segja honum bráðum.“
„Búist þér við að hitta hann? Hvenær og hvar?“
„Hann er með fólki mínu, sem eg nú leita að.“
„Ekki er hann af ykkar stofni?“
„En hann og vinur hans, Jarvis, eru vinir vorir og alltaf
velkomnir, þegar við erum á ferðinni, og þar sem nú er kom-
inn júlí, er alveg vafalaust að þeir eru ekki langt frá.“
„Furðulegt, að eg skyldi ekki þekkja yður. Og þér hurfuð
gersamlega eftir bardagann. Hvar hafið þér verið síðan?“
„Einn af auðugustu stuðningsmönnum mínum — Sir Pere-
grine Beverley — kom undir mig fótunum í bókagerðariðn-
inni.“
„Já, hver skyldi trúa, eg hélt að bardagamanni eins og yður
hæfði annað betur en fást við slíkt. Bækur, herra trúr.“
„Eg ann bókum — einkanlega nótnabókum — en líka öðr-
um bókum, og því meira ann eg þeim því eldri sem þær eru.
Ekki bara efnisins vegna, mér þykir gaman að handleika þær
— mér geðjast að anganinni af þeim. Allt gekk vel, þar til nú
— eg varð fyrir miklu óhappi, og síðan er eg heimilislaus
flökkumaður."
„Þetta er einkennilegt," sagði Ralph hugsi, „það er þá líkt
á komið með okkur. Engu líkara en að við höfum átt að hittast
— við, tveir óhamingjusamir menn — jæja, Tawno, eg fagna
því að þér skylduð verða á vegi mínum.“
„Lávarður minn,“ sagði Tawno alvarlega, „mér þykir leitt
að verða að játa fyrir yður, að eg er sakamaður, dæmdur til