Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 10
58
R Ö K K U R
þitt festist ekki við skráargatið, og þess skaltu minnast, að
jarl af Lágskota kyni getur hefnt sín grimmilegar og kæn-
legar en nokkur Háskoti. Skyldi ekki hefndin geta orðið mér
eins ljúf og hinum vígreifu forfeðrum þínum, kerli mín.“
„En ef svo er, Róbert — verð eg að láta í ljós þá skoðun
mína, að þú sért sá mesti erkiasni, sem til er í öllu landinu,
að skýra þessum blíðmálga, en flóttalega markgreifa frá þín-
um blóðugu áformum. Sé sá maður ekki erkifantur hefi eg
engan úr þeirri stétt fyrir hitt á lífsleiðinni og hefi eg þó
veitt athygli þó nokkrum.“
,,Þú hefir lýst honum rétt, Elísabet, en fanturinn er mér
algerlega háður og sem vax í hendi mér. Hann er verkfæri,
sem eg kann að nota.“
„Þá skaltu gæta þess, Rabbíe, að þetta verkfæri skreppi
ekki til í þeirri hendi þinni, sem þú átt eftir — og afleiðingin
yrði, að þú misstir hana líka. Farðu Varlega, það er allt —“
„Nú er nóg komið, nú er sannarlega nóg komið,“ þrumaði
Sir Róbert. „Tal þitt er öfgakennt í fyllsta máta, og þú ert
haldin svo mikilli ofríkiskennd, að eg hefi hugleitt að losa
mig við þig við fyrsta tækifæri."
„Vesalings, vesalings heimskingi," andvarpaði hún. „Hvílík
fjarstæða, að láta sér detta í hug, að það sé hægt að losna
við mig.“
„Og hvers vegna ekki, kona?“ spurði Sir Róbert og var nú
æfa reiður.
„Kona segirðu," svaraði Elísabet rólega. „Já, eg er konan,
sem tvívegis hefi bjargað lífi þínu, hvort sem það telst góðverk
eða ekki, og kannske á eg eftir að gera það enn einu sinni.“
„Og kannske frá illum örlögum?“ spurði hann háðslega.
„Frá sjálfum þér, vissulega," sagði hún og kinkaði kolli.
„Robert Chalmers hefir jafnan verið hættulegasti fjandmaður
þinn, er enn og verður, nema —“
„Nema hvað, Elisabet? Við hvern fjandann áttu?“
„Nema þú hafir gömlu Elisabetu til að vaka yfir þér og þú
við og við hafir þá vitglóru til að bera, að fara að ráðum henn-
ar, eins og þú gerðir á barnsaldri, og er þú lást þungt haldinn
eigi alls fyrir löngu. Heimskinginn þinn, án mín væru þér allar
bjargir bannaðar, þú mundir veslast upp, deyja —“
Hún horfði á hann fast og lengi og grimmdin hvarf úr tilliti
augnanna, sem hann hafði hvesst á hana. Niðurlútur, breyttri
röddu sagði hann lágt, næstum mildur á svip: