Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 181
R ÖKKUB
229
betur. Ropa — ekki nema það þó! Jæja, Kata, hirtu afkvæmi
hans, og eg skal sjá um þá — karlmennina.“
„Ó-nei, eg skal ljúka við að skera brauðið,“ sagði Sam og
tok til og fórst það vel úr hendi, enda slíku vanur frá sjó-
mannsdögunum.
„Og,“ sagði Ned og hamaðist á svínslærinu, „sparaðu ekki
smjörið, félagi, við erum ekki á sjó núna.“
„Ekki á'sjó — núna,“ sagði Sam allt í einu eins og viðutan
með brauðhnífinn á lofti — og var sem hann hefði gleymt
stað og stund — þar til Deborah gaf honum duglegt olnboga-
skot, og svo settust þau öll glöð og hlæjandi að tedrykkjunni.
Er þau höfðu rabbað saman góða stund lyfti Deborah allt í
eínu hönd sinni og sagði:
„Uss —“
Þau lögðu öll við hlustirnar.
„Svei mér, ef eg held ekki —“
Já, það var ekki um að villast, að fótatak heyrðist og pilsa-
skrjáf mikið — og að sá — eða sú, sem á leiðinni var — gekk
við staf. Og allt í einu birtist Anna frænka á þröskuldinum,
brosandi út undir eyru.
„Bíðið andartak,“ sagði hún. „Það vekur vonir og traust, að
sjá ykkur sitja þarna glöð og hress. Te, gnæg'ð matar á borð-
um, traust, vinátta, hamingja. Þetta er mynd úr ensku þjóð-
lífi, sem hefir á sér hreinleikans og hamingjunnar blæ — og
nú sest eg hjá ykkur.“
Og að ánægjulegri máltíð lokinni leiddi Anna frænka Sam
með sér út í forsæluna í aldingarðinum, þar sem enn var bekk-
ur og borð, sem hann hafði teglt til og neglt saman, og þar
settust þau.
„Jæja, Sam, nú ætla eg að tala til þín eins og amma gamla,
og láta allt fjúka ef í það fer, eins og vani var pabba gamla,
sem var harðsnúinn en heiðurlegur sjómaður — og svo eg komi
beint að efninu er jarlshroka þínum einum um að kenna
bvernig komið er —“
„Ó-nei,“ svaraði Sam í sínum jarlslegasta tón, „eg get ekki
leyft þér að —“
En Anna frænka hristi höfuðið og greip fram í fyrir honum:
„Eg fylgdi þér eftir hingað Sam, því að hérna í Willowmead
í hópi vina og sannrar sveitasælu, bjóst eg við að hitta þig, af-
hjúpaðan hrokaskikkjunni, því að jarlinn af Wrybourne er
utanveltu hér á heimili, þar sem ríkir hinn sanni andi hins