Rökkur - 01.06.1952, Side 80
128
RÖKKUR
kvíðafulla eiginmann, hristi svo höfuð sitt og leit undan.
„Talið þér, maður, talið þér,“ ákafur, næstum sem gripinn
æði, „þorið þér ekki að segja það — var hún í faðmi hans,
kysstust þau — voru þau —?“
„Nei, kæri Ralph, nei.“
„Hvað — hvað voru þau þá að gera?“
Aftur þagnaði markgreifinn — og Ralph sat þögull um
stund, en svo var eins og korraði í honum, hann greip svipu
er hékk þar á vegg, og æddi fram og aftur um gólfið með
hana í hendinni og barði frá sér á báðar hendur, borð og stóla
og bekki, en Twiley hrökklaðist út að glugganum.
„Ef hún hefir verið mér ótrú .... þá skal eg lemja hana
með svipuólinni þar til hún gengst við því .... og það veit
guð að eg skal drepa hann, þennan svívirðilega þorpara, sem
þykist vera göfugmenni — eg skal kyrkja hann.“
Þannig rausaði hann áfram eins og hann væri genginn af
vitinu, en markgreifinn fór aftur að handleika miðann, eins og
til þess að lesa aftur það, sem á hann var skrifað, en allt í
einu stakk hann honum í vasann, án þess að Ralph sæi, og
mælti síðan eins og hann væri steini lostinn:
„Ralph, Ralph, vinur minn, hví stillið þér eigi skap yðar?
Hví skeytið þér skapi yðar á húsgögnunum meðan lafði yðar
ríður um skóginn með hinum göfuga frænda yðar.“
„Ríður um skóginn?“
Ralph nam skyndilega staðar.
„Já, þau riðu þarna hlið við hlið, í áttina til Wrybourne, eins
og eg sagði yður.“
„En það sögðuð þér ekki, — farið þér fjandans til, — þér,
sem gáfuð í skyn fyllilega, að —“
Ralph leit allt í einu á svipuna í hendi sér, eins og hann
furðaði sig á, að hún skyldi þar komin, leit því-næst þung-
búinn á Twiley og hreytti út úr sér:
„Twiley, hví lögðust þér svo lágt, mannfýla, að gefa í
skyn —“
„Eg gaf ekkert í skyn, vinur minn, ekki neitt, -— þér misst-
uð alla stjórn á yður og feng'uð þessar skökku hugmyndir í
kollinn. Verið nú rólegir, vinur minn, og komið með mér í
Wrybourne Arms, og eg býð upp á miðdegisverð og nóg vín.“
„Þér getið boðið skrattanum í minn stað — nei,“ þrumaði
Ralph og æddi til dyra.
„Jæja, — hvert ætlið þér?“