Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 97
ROKKUR
145
tækjust hafði eg veika von — þangað til í dag. Nú sé eg, að
hann hatar mig svo, að það stappar nærri brjálæði.“
„Brjálæði — segið þér, lávarður minn, en er ekki eðlilegt,
aS honum búi hatur og heift í huga, og þá er ekki um neitt
brjálæði að ræða. í hatri sínu fyrirlítur hann sjálfan sig æ
meira — lítur svo á, að vegna þess, sem fyrir kom, hafi allt
hrunið í rúst fyrir honum. Handleggsstúfurinn minnir hann
hverja stund á smán og niðurlægingu — svo mjög, að í sein-
asta skipti, sem hann handlék skammbyssuna, er þér komuð
með, ætlaði hann að stytta sér aldur, en eg gat með naum-
indum slegið vopnið úr hendi hans, augu mín fylltust reyk og
eg hélt, að eg mundi missa heyrnina, er skotið reið af —■ en
eg þrýsti honum að mér, eins og eg gerði svo oft, er hann var
barn, og eg talaði um fyrir honum, þar til hann hét því, að
gera aldrei framar tilraun til þess að fyrirfara sér, en þótt
Robert geti ekki talist góður maður, og gott á hann þó til, þá
gengur hann aldrei á bak orða sinna — svo að þess skuluð þér
minnast, lávarður minn, að þótt hann ali hefndarhugsanir, þá
hatar hann sjálfan sig mest, trúið þessu og sjáið aumur á hon-
um, ef þér getið.“
„Það geri eg vissulega, og af öllu hjarta,“ sagði Sam, „en eg
get ekki varist því að hugsa um hvernig hann muni reyna að
hefna sín, og hvernig eg get varist því, að honum heppnist að
koma fram hefndunum.“
„Það veit guð, að eg vildi geta sagt yður það — því að ekki
langar mig til þess að sjá hendur hans flekkaðar blóði yðar
eða nokkurs manns.“
„Og kannske mín vegna líka, kona góð,“ sagði Sam og
brosti fremur kuldalega.
„Já, já, líka óska eg þess yðar vegna, því að þótt þér séuð
sá, sem gerðuð hann að örkumlamanni, þá veit eg nú betur
en áður hvern mann þér hafið að geyma — og eg bið þess,
að það ætti fyrir yður að liggja að bjarga honum, ef þér skilj-
ið hvað eg á við.“
„Fyllilega,“ svaraði Sam, „en eg er smeykur um, að það sé
tilgangslaust að ala slíkar vonir.“
„Herra minn, hvað er guði ómögulegt?"
„Ekkert,“ sagði Sam, en það var efahreimur í rödd hans.
„Gott og vel, guð minn eg ákalla og bið — fyrir ykkur
báðum.“
10