Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 245
R ÖKKUR
293
verndað hann. Og honum þótti hentast að kasta gömlu trúnni
og taka hina nýju, og þetta var honum þrautalaust. Og nú
þurfti konan hans ekki lengur að nauða á honum að taka þetta
skref.
En börnin ásökuðu hann. Hann hafði búizt við, að þau myndu
gera slíkt hið sama og hann sjálfur, og það kom ónotalega við
hann, er hann sannfærðist um hversu rótgróin þau voru í
þeim jarðvegi, sem hann hafði slitið sjálfan sig upp úr. En hann
var maður rólyndur og góðvildin sjálf og er hann hafði reynt
— af fremur veikum mætti — að beita hörðu nokkrum sinn-
um — lét hann kyrrt liggja og lofaði þeim að fara sínar götur.
Þegar allt kom til alls, hugsaði hann, þá er ekki langt þangað
til þau verða lögráða, og þá væri ekki hægt að gera hann ábyrg-
an fyrir gerðum þeirra. En það hafði verið þungt áfall fyrir
hann, þegar Símon, einkasonur hans og erfingi Alardeignanna,
fór með leynd úr landi, til þess að nema guðfræði í Rómaborg,
en með því að gerast kaþólskur prestur, fyrirgerði hann rétti
sínum til þess að erfa enskar jarðeignir, ef hann kæmi aftur
— og með því tefldi hann lífi sínu í hættu.
í samanburði við þetta mátti segja, að Katrín hefði enga
erfiðleika bakað honum. Enginn gat litið þrákelkni stúlku, sem
var að komast á örvæntingaraldurinn jafnalvarlegum augum
og mótspyrnu karlmanns eða jafnvel giftrar konu. Honum var
nokkur styrkur í þessu að hinum voldugu ættingjum sínum,
er tekið höfðu trú mómælenda, og hann vissi, að meðan hann
hafði nokkurn veginn taumhald á telpu sinni, þurfti hann ekki
mikið að óttast. Hann hafið í rauninni mestar áhyggjur af því,
að hún var ógefin — og þar næst af því, hve mjög henni varð
tíðrætt um trúmál.
Hún var að hlýða á Robert Douce á þessu augnabliki um
leið og hún neytti súpunnar allgíruglega, því að ekki skorti
lystina eftir útiveruna, en hann var nú tekinn að segja þá sögu,
sem hann aldrei þreyttist á að endurtaka, er harðneskju pápista
bar á góma, — hvernig hann flýði frá París daginn eftir blóð—
baðið, með hvítt bindi um handlegginn, berandi körfu, sem í
var ungbarn, María litla, hulin kálblöðum.....Katrín var oft
búin að heyra þessa sögu, en hún var reiðubúin sem jafnan
til langra viðræðna, sem upp af þessu spruttu, um sögu- og
trúarleg mál. Bæði voru þau börn síns tíma og þau mundu
masa klukkustundum saman. En Alard dauðleiddist að heyra
þvælt um trúarbrögð og trúarleg efni, sem voru á allra vörum.