Rökkur - 01.06.1952, Síða 185
RÖKKUR
233
jörðina, og þú sem ert auðugur maður og áhrifamikill, og eig-
andi mikilla jarðeigna, getur komið að meira magni hér, en
þótt þú stjórnir þínu eigin skipi. Hugsaðu nú um þetta, Sam,
hér er nóg verkefni, og hér ert þú alls ráðandi — á sjónum
verður þú aðeins einn af mörgum.“
„Jæja,“ sagði Sam fremur dapurlega og sneri sér að Tom,
„hvað segir þú, gamli vinur, sem eitt sinn stóðst með vopn í
hendi á þiljum Victorys?“
„Já, hvað skal segja, lávarður minn,“ sagði Tom og leit í
áttina til húsanna, „það er skyldum að gegna bæði á sjó og
landi. Og það er nú svona, með hana Nancy mína, að hún á von
á sér, svo að eg held, að eg fari að dæmi míns ágæta húsbónda,
Neds skipstjóra, og hafi heygaffalinn að vopni í bili.“
„Jæja,“ sagði Sam enn, „það var víst ekki við öðru að búast
en að þið tækjuð þessu svona. Fyrir mig er ekki um annað að
ræða en að stíga á bak hesti mínum og ríða til Wrybourne —
kannske fréttir bíði mín þar?“
„Það vona eg, Sam, af öllu hjarta. Og ef engar fréttir eru,
býst eg við þér, og mundu að gamla herbergið bíður þín.“
„Fyrirtak, Ned, það getur komið sér vel, þótt síðar verði.“
XXXVI. KAPITULI.
Sam bjargar fjandmanni sínum.
Þegar Sam reið heim um þann hluta skógarins, þar sem öll
umferð var bönnuð ókunnugum, og skógarvörðum uppálagt
að vera á verði, heyrði hann allt í einu skot — og varð þegar
ljóst, að ekki var um riffilskot að ræða, heldur að skoti hafði
verið hleypt úr skammbyssu á skömmu færi. — Hann stöðv-
aði hestinn og lagði við hlustirnar, en ekkert hljóð barst hon-
um að eyrum. Hann beygði af veginum og inn í skóginn, og
í nánd við rjóður nokkuð, þar sem mikill lággróður var, sá
hann söðlaðan hest á beit, en engan reiðmann. Hann steig af
baki og tjóðraði hest sinn og fór að svipast um vökulum aug-
um. Allt í einu heyrði hann andvörp og stunur og gekk á hljóð-
ið og kom nú brátt að, þar sem Sir Robert Chalmers sat í
hnipri og reyndi að nota handleggsstúf sinn ti lað stöðva blóð-
rennsli úr hálsi og barmi.
„Bíðið, liggið grafkyrr,“ hrópaði Sam.
Hann henti frá sér vesti og jakka.