Rökkur - 01.06.1952, Side 12
60
RÖKKUR
og skreppið inn í kofa minn og sofið úr yður vímuna. Komið
yður nú þangað, áður en hún kemur í þriðja sinn.“
„Nei-ei, Tom, gefðu mér bara vatn, kalt vatn, — hjálpaðu
mér af baki.“
Tom var allreiður, þótt hann léti ekki á því bera, og leiddi
skjögrandi lávarðinn að vatnspóstinum skammt frá, þar sem
Tom gamli dældi vatni á hið tigna höfuð hans, svo kröftug-
lega, að við lá að lávarðurinn gæti ekki dregið andann, en
hann hresstist við þetta og rennblautur og ragnandi tók hann
við handklæðinu, sem gamli maðurinn rétti honum, og fór að
þurka sér eins og lífið lægi við, hætti allt í einu skyndilega,
og svipaðist um eftir næsta felustað, en fann engan nema
dæluna, sem langt í-frá huldi hann, og var hann allaumkun-
arlegur, er hann sá konu sína nálgast. Fögur var hún og
glæsileg svo af bar og var sem hún hefði hæfileika til þess
að gera allt bjart og fagurt í kringum sig, en það var hryggð
í augum hennar. En þrátt fyrir mildina og göfugan svip henn-
ai glúpnaði lávarðurinn, eiginmaður hennar, er hann leit
hana, lágkúrulegur og sneyptur, við dæluna.
„Taktu handklæðið og þurkaðu honum í framan fyrir mig;
ó, að þetta skyldi koma fyrir enn á ný.“
„Nei, nei, Cecily, væna mín,“ tautaði maður hennar og
reyndi að bera sig mannalega. „Engin þörf á því, Tom, get
gert það sjálfur — þótt eg hvíli mig þetta augnablik. Kem
bráðUm inn, elsk-an — til tedrykkju, heima er bezt, eins og
þar ste-ndur.“
„Ó, Tom,“ sagði kona hans og lagði aftur augun, eins óg
hún gæti ekki þolað að horfa á mann sinn eins útlits og hann
var, eða kannske var það vegna þess að tár blinduðu hana
i svip. „Hvað get eg gert við hann? Hvernig á eg að fara að?“
„Farið inn, kæra frú, og látið mig annast hann,“ svaraði
gamli maðurinn af hjartahlýju, næstum klökkum rómi, og
hin gömlu augu hans voru rök. „Æ, já, skiljið hann eftir hjá
mér, eg hefi kunnað tökin á honum allt frá því er hann var
spriklandi óþekktarangi.“
„Há-ár-rétt, elskan mín,“ stamaði lávarðurinn, „al-veg hár-
rctt, ga-mli Tom hj-álpaði mér á bak fyrsta hestinum mín-
um, og ha-hann kenndi mér að bo-oxa — berja frá mér —“,
og um leið rak hann vinstri hnefann út í loftið, eins og hann
ætlaði að fara að lumbra á dælunni eða hverju, sem fyrir
var, en sannleikurinn var raunar sá, að hann hafði verið all-