Rökkur - 01.06.1952, Page 131
RÖKKUR
179
„Já, víst heiti eg það. Og þú?“
„Eg heiti Jane, en þú „Róbín góði“ og nú áttu að vera heilla-
karlinn minn, og svo verðum við að takast í hendur upp á
það.“
„Heilla-karlinn þinn — við hvað áttu?“
„Skilurðu það ekki? Meda frænka sagði mér einu sinni
ævintýri um huldumann, sem var góður og öllum til heilla,
og þegar eg bið hana að segja mér þetta ævintýri, bið eg alltaf
im heillakarlinn minn. Jæja, ætlarðu að lofa?“
Hann rétti henni vinstri hönd sína.
„En eg verð að taka í hina.“
„Nei, það er ekki hægt,“ sagði hann og varir hans titruðu.
„Því ekki? Hefirðu meitt þig?“
„Já,“ sagði hann og leit undan.
„Þá skal eg taka vasaklútinn minn og binda um það.“
„Nei, þú gætir það ekki.“
„Amma segir, að maður geti allt, sem maður vill. Sjáðu,
hérna er vasaklúturinn minn. Hann er ekkert voðalega skítug-
ur — og eg skal kyssa á þar sem þig kennir mest til, eins og
Meda frænka gerir þegar eg meiði mig, og þá batnar það.“
„Kyssa á blettinn — mundir þú vilja það — nei —“
„Því ekki?“
„Þér mundi finnast það viðbjóðslegt, þú mundir verða
iirædd.“
„Nei, eg er aldrei hrædd, nema við vonda menn — vertu
r.ú þægur og lofaðu mér —“
„Eg get það ekki — væna mín.“
„Heldurðu að þig fari að kenna til aftur?“
„Nei, nei,“ sagði hann djúpri, titrandi röddu, vandræða-
lega, — „eg verð víst að segja þér það, Jane litla — mig vant
ar hægri höndina —“
„Ó,“ sagði hún himinlifandi. „Hvað þú ert dásamlegur, Ró-
bin góði.“
„Dásamlegur,“ endurtók hann steinhissa.
„Já, þú getur riðið út, stýrt hesti, gert allt með vinstri
hendinni, ó, eg gæti vel kysst á aumingja handlegginn, ó, ef
eg væri töfradís, skyldi eg töfra fram nýja hönd handa þér.“
„Jane,“ sagði hann, „mundirðu — í raun og veru, — vilja
reyna?“
„Víst vildi eg það — með mikilli ánægju, eins og hann Per-
kins segir. Og sýndu mér nú —“
12*