Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 170
218
RÖK KUR
án þess að hirða um að taka það upp, — „hann heldur, að eg
hafi farið á bak við hann.“
„Að þú — að — þú — hafir farið á bak við hann? Þá er
hann heimskari en eg hugði hann vera.“
„Jæja, hann er nú ekki skarpskyggnari en svo, að hann
heldur að eg geti elskað einhvern annan — en nú er svo komið,
að hann hefir sannfærst um það, og það er kannske ekki
alveg að ástæðulausu, því að hann grunar Sam — og hann —
Ralph á eg við — ætlaði alveg að sleppa sér og hótaði að drepa
Sam.“
„Guð — á — himnum,“ sagði frú Jennings og misti epli úr
hendi sér. „Hvað kom yfir þig, barn, að segja mér ekki allt af
létta. Þín vegna og ykkar allra, í guðanna bænum, þú verður
að segja mér frá öllu, sem gerst hefir.“
Og þegar Cecily hafði gert það strauk frú Jennings hið snjó-
hvíta hár sitt og mælti:
„Ó, Cecily, blessað barnið mitt, hvað þetta er allt frámuna-
lega heimskulegt — og skelfilegt að sama skapi. Eitthvað
verður að gera og það þegar í stað. Það verður að komast til
botns í þessu, — við verðum að láta hendur standa fram úr
ermum.“
„Já, en — en — hvað getum við gert?“
„Við verðum að sjálfsögðu að tala við jarlsfrúna. Já, við
verðum að útskýra þetta allt fyrir henni.“
„Þetta flaug mér líka í hug fyrst,“ sagði Cecily. „En svo
fór eg að hugsa málið, því að þótt mér þyki vænt um hana,
og efast ekki um, að henni geðjast að mér, hefi eg alltaf haft
grun um, að hún sé dálítið afbrýðisöm út í mig, og hafi verið
það jafnvel áður en Sam gekk að eiga hana. Og það er ekki á-
stæðulaust, því að Sam hefir alltaf verið mér mjög góður, já,
löngu áður en hann gerði mig auðuga, til þess að eg gæti bjarg-
að Ralph og gifst honum, en Sam hafði lofað að koma því í
kring, þegar eg var viti mínu fjær og ætlaði að drekkja mér
í tjörninni, en skorti hugrekki til þess. Þá þóttist hann spá
fyrir mér og lét svo sjálfur allt rætast, sem hann hafði spáð.“
„Já, já,“ sagði frú Jennings eins og viðutan, „þessir pening-
ar — það hefir vakið grunsemd, — þetta var líka ekki smá-
ræðisfúlga -— milljón sterlingspund — eða næstum því.“
„Milljón var það, enda hélt víst Joliffe, lögfræðingur hans,
að hann væri genginn af vitinu.“
„Og það er vart hægt að lá honum það, þótt þetta væri í