Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 126
174
ROKKUR
þér eruð dásamlegar, og hafið alltaf verið stoð og stytta mín
og konu minnar. Og eg er yður af hjarta þakklátur.“
Harry Standish bar hönd hennar að vörum sér, brosti til
hennar af aðdáun og virðingu, og sveiflaði sér í hnakkinn, og
var horfinn á augabragði. Hann hélt heim til elskaðrar konu
sinnar og var nú glaðari en frá verði sagt, en konan, sem
stóð og horfði á eftir honum, sneri sér að lokum hægt við og
gekk aftur að dyrum, þar sem skuggarnir sópuðust að henni
úr öllum áttum.
XXII. KAPITULI.
Læstar dyr.
Klukkan var að slá átta, þegar Sam steig af baki og henti
taumunum í hestasveininn, sem brugðið hafði við honum til
aðstoðar, og var Sam — jarlinn — svo þungbrýnn, að vesal-
i’igs hestasveinninn varð dauðskelkaður, en er inn kom var
sem allt þjónalið hefði gufað upp, því það vissi að eitthvað
var á seyði, og taldi ráðlegast að hafa sig ekki í frammi, nema
það væri til kvatt, en Sam stikaði herbergi úr herbergi, kann-
ske eins og vonaðist eftir að rekast, þrátt fyrir allt, á sinn
gamla og holla starfsmann og félaga, Harry Standish — eða
hann var að leita að konu sinni. En er enginn sá varð á vegi
hans, sem hann leitaði að, greip hann harkalega í bjöllustreng,
og brátt kom einn þjóna hans, dauðskelkaður, móður og más-
andi.
„Er konan mín heima?“
Þjónninn bjóst við því, en vissi það ekki.
„Eg vil tala við Perkins, nú þegar.“
Þjónninn hneigði sig og lagði á flótta — feginn að sleppa,
og brátt gengur Perkins inn, hægt og virðulega að vanda, en
órótt undir niðri.
„Lafði yðar kom fyrir nokkrum klukkustundum,“ sagði
hann.
„Nú og hvar er hún?“
„Lávarður minn, eg gæti trúað að hún væri í barnaherberg-
inu eða í dyngju sinni.“
„Biðjið hana að koma þegar.“
„Já, lávarður minn. Ó, já, eg mun þegar tilkynna —“
„Farið þá — og hafið hraðan á.“
„Vissulega, já, lávarður minn.“