Rökkur - 01.06.1952, Side 31
ROKKUR
79
„Án vafa, eg ætla að biðja þig að lesa það upphátt í allra á-
heyrn í Willowmead.“
„Nei, eg orti það bara fyrir þig og Medu frænku, svo það
get eg ekki.“
„Jæja, hjartað mitt, þá erum við loks komin upp á brún.
Sjáðu, þarna niðri í dalnum er Willowmead-búgarðurinn.“
„Já, og þarna er gamla húsið, sem við Anna frænka bjugg-
um í, þegar eg var lítil, þangað til þú sóttir okkur í stóra húsið.“
„Og eg vona, að þar líði þér vel, Jane litla.“
„Já, já, Sam frændi og Önnu frænku líður þar vel líka, því
að hún segist hafa svo mikið að gera, að hún sé búin að stein-
gleyma ekkjustandinu — það sagði hún einu sinni.“
Brátt voru þau komin svo nálægt býlinu snoturlega, að þar
mátti heyra, ef þau kölluðu, og lyfti Sam sér nú upp í hnakkn-
um, bar hönd að munni og kallaði:
„Hæ, hó, Ned, vertu viðbúinn, við erum að leggja að.“
Kallað var á móti þrumandi röddu:
„Allt í lagi, félagi, legðu að.“
Þau riðu nú inn í húsagarðinn, þar sem Edward Harlow
uppgjafaskipstjóri, en nú bóndi, fagnaði þeim innilega, og hin
fagra kona hans, Kate, kom fram í dyrnar og er hún sá Jane,
hljóp hún til hennar faðmaði hana að sér og leiddi hana inn,
svo að gömlu félagarnir frá sjómennskudögunum voru einir
eftir. Þeir voru andstæður, félagarnir, en þó mátti hvorugur af
öðrum sjá á þeim tíma, og einhvern veginn var það svo, að
hvert tækifæri var notað til að hittast, og rifja upp það, sem
gerðist forðum daga, þegar viðburðir hvers dags voru sem
keðja ævintýra. En Edward Harlow virtist kunna vel við
sig innan um kýr sínar og hænsn og hann hafði kunnað við
sig á gegnskotnu þilfari „ræningja“-skipsins Fortune, sem
hann hafði stjórnað af afburða djörfung, enda varð skipið frægt
og afrek skipshafnarinnar, sem efnaðist vel í leiðöngrunum,
víða kunn. Er þeir hittust nú var jarlinn klæddur reiðfötum
með nýjasta sniði og voru gullhnappar með ígreyptu skjaldar-
merki ættar hans á jakkanum, en brækur úr geitarskinni og
stígvél úr gljáleðri, en skipstjórinn fyrrverandi var í vinnu-
skyrtu fleginni í hálsinn og hafði brett upp fyrir olnboga, en
á fótum hafði hann luralega skó.
Sam minntist liðinna daga sem jafnan, er fundum þeirra
bar saman, og er hann nú sá vin sinn hinn ánægðasta á svip
fyrir framan sig, varð honum að orði: