Rökkur - 01.06.1952, Side 209
RÖKKUR
257
„Viltu vera góður og lofa mér að skreppa á bak litla hest-
inum mínum?“
„Ekki í dag, Jane mín, en á morgun skulum við —“
Elisabet McGregor losaði sig allt í einu frá Sam og greip
í handlegg telpunnar, og mælti eins og henni væri mikið niðri
fyrir:
„Það skyldi þó ekki vera .... kannske þú sért .... Jane?
Segðu mér, Jane litla, þekkirðu .... hávaxinn mann .... sem
er einhendur ....?“
„Já, frú,“ sagði Jane litla og reyndi að vera sem allra kurt-
eisust, þótt knjábeygingin tækist ekki sem allra best, „það
er hann Robin góði .... og eg hefi verið að leita að honum
dögunum saman, og aldrei getað fundið hann?“
„Langar þig til þess að hitta hann aftur?“
„Já, mig langar voða mikið til þess —“
„Komdu þá með mér, Jane litla, nú fer eg með þig til hans,
og þú ert vís til að hjálpa okkur, svo að hann nái heilsunni,
já, guð gefi, guð gefi, að svo megi verða, telpa mín.“
Þær skunduðu upp stigann mikla og gengu eftir breiðum
göngunum að herbergi nokkru. Er inn kom var þar skuggsýnt
nokkuð, því að tjöldin voru dregin fyrir gluggana að mestu,
og Jane sá þarna í fyrstu ekkert, nema gróðar stórt rúm, og
höfuð, sem hvíldi á silkikodda. Anrlitið var hvítt sem marm-
ari, en skegg mannsins og hár svart. Beygur greip Jane litlu,
en nú var mælt veikri röddu og fálmandi hönd benti henni
að koma nær:
„Jane, Jane litla, viltu ekki koma til vinar þíns — Robins?“
Nú hikaði hún ekki lengur og hljóp glöð að rúminu.
„Ó,“ kallaði hún, „loksins gat eg þá fundið þig. Eg hefi
leitað og leitað — heillengi, út um. allt — og svo liggurðu
þarna í rúminu.“
„Já,“ hvíslaði hann og greip um litlu höndina hennar, „hér
er eg, Jane litla, og nú er allt gott, fyrst þú ert komin.“
XLI. KAPITULI.
Heimsókn.
Hertogaynjan tók boði jarlsins og kom þegar, eins hratt og
unnt var að fara, og var oft skipt um hesta á leiðinni. Sam —
jarlinn — tók á móti henni með miklum höfðingsskap og
17