Rökkur - 01.06.1952, Side 67
hOKKUR
115
nýjar vonir. Einhverntíma kemur Si og endurgreiðir
þær. Við verðum alltaf þakklát og biðjum guð að blessa
yður, herra. — Ruth. Gray.“
„Þetta er vafalaust skrifað í hjartans einlægni — svipur
þeirra bar drengskap og heiðarleik vitni.“
„Og eg bið líka, að þú megir alltaf guðs blessunar njóta,“
sagði Andrómeda lágt, og Cecily tók undir og sagði:
„Þess óska eg líka af öllu hjarta.“
Sam kyssti á fingur sér til þeirra og lagði á flótta.
Hann var ekki fyrr kominn út um dyrnar en Cecily sneri
sér að Andrómedu og mælti:
„Æ, Andrómeda, hvað vill hann honum Ralph.........Eg er
smeyk .... “
„Það er eg líka,“ sagði Andrómeda. „Honurn varð starsýnt
á hendur þínar, marðar og bólgnar um úlnliðina, en þóttist
ekkert sjá.“
„Já, já, eg veit það. Eg var að reyna að láta sem minnst á
þeim bera. Ó, hvað ætli gerist.“
„Hvað sem er getur gerzt, nema við höfum hraðan á. Það
voru glampar í augum Sam, sem spáðu ekki neinu góðu.“
„Guð minn góður, blóðsúthellingar, einvígi, — hvað getum
við gert Andrómeda?“
Smeygjum okkur í reiðfötin og ríðum eftir honum og stöðv-
um þá.“
Þær hröðuðu sér upp stigann, hinar ungu, fögru konur, sem
báðar unnu mönnum sínum heitt, og höfðu áhyggjur þungar
og stórar nú.
VIII. KAFLI.
Skerst í odda milli Sam og Ralphs.
Sam reið hart, einbeittur og hörkulegur á svip, þar til í
Heimaskóginn kom. Þá hægði hann á sér og lét hestinn lötra
gegnum skóginn. Lagði Sam nú við hlustirnar og horfði stöð-
ugt í kringum sig. Skógurinn var allaufgaður og hinn fegursti,
og fuglasöngur kvað við af hverri grein og lækjarniður barst
að eyrum, en að öðru leyti var kyrrt, því að logn var. Heitt
var af sólu. Sam hafði gert sér vonir um, að koma auga á mann
þann, sem Cecily hafði minnst á, og var allþungur á brúnina,
8*