Rökkur - 01.06.1952, Side 28
76
RÖKKUR
þjóf og fyrrverandi sjóliða, þá stefnir þú honum vafalaust
fyrir rétt og —“
„Nei, Sir Jónas“.
„Þú ætlar að sleppa honum lausum, svo að hann geti haldið
áfram sinni þokkalegu iðju, kannske í landareignum okkar
nágranna þinna?“
„Nei,“
„Og hvað ætlarðu þá að gera við hann?“
„Gefa honum að eta.“
„Gefa honum að —,“ sagði Sir Jonas, — „nei, nú gengur
fram af mér, þú ætlar að ala hann?“
„Eg ætla að gefa honum og hinni hugdjörfu, ágætu konu
bans góðan nógan mat að borða.“
„Ha? Fari í helvíti ef eg nokkurn tíma —,“ hvæsti Sir Jonas
og bar nú lítið á glettni í lymskulegu, litlu augunum.
„Hægan, Sir Jonas,“ sagði jarlinn hvasslega og skein í svip
á hvítan tanngarðinn, svo að Sir Jonas hætti við að ygla sig,
reyndi enn að mæla í léttum tón og sagði:
„Og þegar búið er að troða í þau, hvað þá?“
„Þá stendur þeim til boða að starfa á landareign minni.“
„Starfa — þú treystir veiðiþjófi?“
„Sjóliða, Sir Jonas.“
„Jæja, jæja, þetta er furðulegt allt saman. En þú hefir nú
alltaf verið sérvitringur og farið þínar götur. Hvernig var það
annars með þetta einvígi ykkar Chalmers? Já, hann hefir verið
einhendur síðan. Meðal annara orða — þá veðjaði eg um úr-
slitin og græddi 1000 sterlingspund. Eg hafði nefnilega hlerað
hvað til stóð, þótt þetta ætti víst að liggja í láginni. En þessi
sjóari, já, það kemur nú í ljós seinna hvernig hann reynist.
Leyfðu mér svo að kveðja þig, gamli félagi, og skilaðu auð-
mjúkri kveðju til konu þinnar, hm, lafði þinnar, jarlsfrúar-
innar!**
Þegar feiti klárinn hafði brokkað burt með Sir Jonas sneri
jarlinn sér að Henry og mælti:
„Henry, sjáið um að þessi hjón fái góða máltíð — það bezta,
sem til er í búrinu."
„Vissulega, lávarður minn, það skal verða séð um það —
og svo — læt eg þau fara sína leið, eða hvað?“
„Alls ekki, — eg vil hafa tal af þeim. Og segið Jane litlu,
að eg bíði eftir henni.“
„Þegar í stað,“ svaraði yfirskógarvörðurinn og hneigði sig