Rökkur - 01.06.1952, Side 223
RÖKKUR
271
Jane hlýddi, kvaddi þá „frændur“ sína báða með knjá-
beygingu og fór með Elisabetu.
„Mér finnst, að eg eigi þessari litlu stúlku allt að þakka,“
sagði Sir Robert, sem hafði horft á eftir henni út úr dyrunum.
„Get eg gert mér vonir um, að þér komið ekki í veg fyrir, að
við getum verið vinir áfram, eg og litla stúlkan?“
„Við hvað eigið þér, Chalmers?“
„Má eg gera mér vonir um, að hún fái leyfi til að heimsækja
mig við og við — og kannske dveljast hjá mér stöku sinnum?“
„Amma hennar verður að taka ákvörðun í því efni.“
„Munduð þér þá vilja beita áhrifum yðar við frú Leet?“
Sam reis á fætur og fór að ganga um gólf allþungur á brún-
ira.
„Sir Robert,“ sagði hann að lokum, „gerið þér yður grein
fyrir því, að þessi litla telpa er mér kærari en eg fæ með orð-
um lýst?“
„Eg get sagt hið sama með sanni, en hún er von mín, —
sem þér getið hrifsað frá mér, af því að — eg er fjandmaður
yðar.“
„Já, Chalmers, og miskunnarleysi yðar átti sér engin tak-
riörk — heimili mitt í rústum mun jafnan minna mig á það.
Eruð þér nú ánægður yfir að hafa valdið allri þessari óham-
ingju — hafið þér nú loks fengið svalað hefndarþorsta yðar?“
Sir Robert lá kyrr og svaraði engu.
„Segið mér, Chalmers, og þetta er seinasta spurning mín,
eruð þér enn fjandmaður minn? — Nú, hvers vegna svarið þér
ekki?“
„Vegna þess,“ sagði Sir Robert og horfði nú loks á hann, „að
eg — sannast að segja — veit það ekki. Þegar eg lá hérna milli
heims og helju bar það aftur og aftur fyrir hugskotsaugu mín,
ekki í draumi eða sem óráð heldur sem kaldur virkileiki —
sem milli okkar fór er við áttumst við í garði hertogaynjunnar.
Eg hefi lifað upp aftur í huganum — margsinnis — þennan
bardaga. Eg hefi starað með hryllingi á blóðugan handleggs-
stúf minn og hönd mína í grasinu, útglennta, eins og hvíta
könguló, sem teygir út fæturna. Eg hefi alið hefndaráform —
lagt mig í líma með að finna ráð til þess að eyðileggja lífs-
hamingju yðar. — Fyrir hugskotsaugum mínum hefi eg séð
yður aftur, að því kominn að drukkna í mylnutjörninni og
hlakkað yfir því. Og samt — hvers vegna bjargaði eg yður