Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 14
62
RÖKKUR
En Ralph sat þarna áfram í námunda við brunninn langa
slund og var sem hann vissi hvorki í þennan heim né anna,
þar til hann allt í einu heyrði létt fótatak og leit upp, og sá þá
hina ungu og fögru konu sína, sem staðnæmst hafði hjá hon-
um, — hina ungu og glæsilegu konu hans, sem fyrir nítján
mánuðum hafði verið sveitastúlka, sem varð að strita myrkr-
anna milli fyrir bóndann, föður sinn, en nú bar sig svo vel, að
engin tignarkona Englands hefði borið sig virðulegar.
Þarna stóð hún hljóð um stund, og maðurinn hennar, sem
lá við fætur henni, virti fegurð hennar fyrir sér með aðdáun,
frá fótunum smágerðu klæddum ilskóm, unz augu hans hvíldu
á korngulu hárinu, sem hún hafði vafið í fléttur, sem hvíldu
á höfði hennar sem hin fegursta króna. Svo mikil var hryggð-
in í augum hennar, að hann fyrirvarð sig meira en orð fá
lýst, og án þess að geta mælt kreppti hann hnefana og beit á
jaxlinn.
„Stattu upp, lávarður minn,“ sagði hún loks, þessi unga
kona, sem hafði verið lafði aðeins nokkra mánuði, og eigin-
maður hennar, sem var sproti á tré gamallar aðalsættar,
hlýddi auðmjúkur.
„Vesalings Ralph minn,“ hvíslaði hún viðkvæmum rómi,
„láttu mig legg'ja hönd á þreyttu augun þín, og strjúka enni
þitt. Þú ert svefns þurfi og þreyttur. Komdu með mér inn.“
„Já.“
„Komdu, vesalings ástvinur minn, nú þegar.“
Auðmjúkur og iðrandi gekk hann inn með henni, en snéri
undan, því að tár blinduðu augu hans.
III.
Japhet Schrope, jarl af Wrybourne Feveril, kallaður Sam
af nánustu vinum sínum, sat einn í rúmgóðri lesstofu sinni,
og rýndi í fréttablað, sem hann hafði breitt úr á skrifborðinu
íyrir framan sig. Hann las og las og hann varð æ rauðari og
þrútnari, eins og heiftarleg reiði væri að ná tökum á honum,
og loks þreif hann blaðið og bögglaði því saman með formæl-
ingarorð á vörum, kastaði sér aftur í stólnum og starði með
hnyklaðar brúnir á gyllta listana í loftinu. Þannig sat hann
unz hann heyrði, að dyrnar voru opnaðar hljóðlega. Það var
kona hans — greifynjan, sem komin var. Áhyggjusvipurinn