Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 237
RÖKKUR
285
það særði stolt niðja þeirra, sem þar höfðu búið mann fram
af manni, að annað eins og þetta hafði komið fyrir.
„Hver skyldi hafa gert þetta?“ sagði Harman. „Þarna hefir
ekki verið einn maður að verki, heldur margir. Og' þeir hafa þurft
verkfæri.“
„Eg skil ekkert í þessu,“ sagði einn verkamannanna. „Við
hefðum átt að heyra hávaðann.“
„Krossinn var uppistandandi í morgun,“ sagði Ned, „eg sá
hann á leið minni til Colespore.“
„Hann er ekki uppistandandi nú,“ sagði Katrín Alard.
Hún sat klofvega í hnakknum — hún hafði ekki tileinkað sér
hinn nýja sið, að ríða í söðli. Hið síða pils hennar breiddist til
beggja hliða og í knút að framan. Hún var mittisgrönn sem ung-
mær, en flatbrjóta, hálsinn móbrúnn af útiverunni. Þó var and-
litsliturinn enn dekkri, því að hún var hattlaus. Hvítar tenn-
urnar vöktu athygli, en hún var munnstór nokkuð, og komu þær
vel og fagurlega í ljós. Hún var bein í baki og bar höfuðið hátt,
augun stór og skær, hár hennar hefði átt að vera hnotubrúnt eins
og augu hennar, en það hafði upplitast eilítið vegna þess, að hún
var stöðugt undir beru lofti, og var því ívið ljósara en hinn nátt-
úrlegi litur þess.
„Vesalings stúlkan," sagði Maria Douce og hallaði sér upp að
unnusta sínum, „hún er alveg brjóstalaus“.
María og Oliver Harman höfðu verið hin einu, sem voru iðju-
laus. Þau sátu á trjábol og horfðu á aðra vinna að því, að koma
upp húsinu, sem átti að verða heimili þeirra. Nú kynnti hann
Maríu fyrir ungfrú Katrínu, sem hann hafði oft talað um við
hana, en hún hafði aldrei séð hana fyrr.
„Ungfrú Katrín,“ sagði hann. „Hér er María Douce. Faðir
hennar skildi hana eftir hjá okkur meðan hann er hjá Alard
herramanni í Conster.“
„Það gleður mig að kynnast yður,“ sagði Katrín, „— eg hafði
sannast að segja hlakkað til að sjá yður, því að mér hafði verið
sagt að þér væruð eins fögur og drottningin."
Ánægjusvipur kom á andlit Maríu. Það var ekki unnt að
halda því fram, að hún væri afburðafögur, og þar sem hún var
frönsk gerði hún sér það ljóst, en hún vissi líka, að hún bar af
sér þokka, sem hinar illa vöxnu ensku stúlkur skorti, og hún
lét sér vel líka, að eftir því væri tekið. Oliver varð líka ánægju-
legur á svip og brosti út undir eyru.