Rökkur - 01.06.1952, Side 346
394
RÖKKUR
„Farið ekki, án þess að tala við mig — eg hefi ekki veitt yður
eftirför að ástæðulausu.“
Henni flaug í hug, að manni þessum væri ekki að treysta og
greip ósjálfrátt um skeftið á rýtingi sínum, en er hún virti
manninn fyrir sér sá hún, að hann var góðlegur á svip, og
framkoman virðuleg. Hann var þokkalega klæddur.
„Hvað viljið þér?“ spurði hún.
„Eg ætlaði aðeins að spyrja yður, hvort þér væruð ka-
þólskrar trúar?“
„Hvernig getur yður dottið það í hug?“
Hann benti á talnabandið, sem hún enn hélt á.
Hún fölnaði, en allur ótti hvarf henni, er hann brosti.
„Þér þurfið ekkert að óttast, eg er ekki neinn njósnari.“
„Ó, herra,“ sagði hún glaðlega ,er hann tók talnaband úr
barmi sér, — en svo flaug henni í hug, að njósnarar villtu á
sér heimildir með þessu móti.
„En hvers vegna veittuð þér mér eftirför — hvaðan komuð
þér?“
„Eg var í þrönginni og tvisvar varð mér litið til yðar og sá,
að þér hélduð talnabandinu hátt á loft, píslarvottum okkar til
hughreystingar. Þegar öllu var lokið og þér riðuð á braut
reyndi eg að komast út úr þrönginni, því að eg efaðist ekki
um, að þér væruð kaþólskrar trúar — og kannske vinur ein-
hvers klerkanna."
„Eg hefi aldrei litið þau augum föður James og föður Croc-
kett — og aðeins einu sinni séð föður Edwards."
„Kannske óskið þér þess, að þér hefðuð ekki séð hann aftur.“
„Það var skelfilegt,“ mælti hún lágri röddu.
„Satan á enn sitt konungsríki, og slíkt hefir gerzt fyrr, en
sem betur fer sjaldan.“
„Hann var veikari en hinir,“ tautaði Katrín.
„Við hvað eigið þér, líkamlega — eða að hann hafi skort
andlegan styrk á við hina.“
„Eg var að hugsa um hve veiklulegur hann var útlits.“
Allt í einu varð henni starsýnt á hatt mannsins — og nú
mundi hún allt í einu — þetta var maðurinn, sem veifað hafði
hattinum til síra Edwards.
„Segið mér,“ sagði hún, „gáfuð þér honum ekki tákn?“
„Eg reyndi það — en hann var rúinn öllum styrk — og ekki
hægt að skipa honum fyrir. Hann sá mig ekki — og vissi þó,
að eg mundi vera þar.“