Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 63
R Ö K K U R
111
„Þú ert nefnilega of góður í þér,“ svaraði Andromeda kona
hans og hellti ilmandi kaffi í bollana, „og leyfir allskonar
fiakkaralýð að fara að vild um landareignir þínar. En það er
vist af því að þú ert gamall sjómaður — þeir eru sagðir „fríir
og frjálsir“ og vilja því sjálfsagt, að aðrir megi vera það líka.“
„En eg á svo víðáttumiklar landareignir — væna mín, —
að ekki þarf að óttast þrengslin, þótt eitthvað af umrenning-
um fari þar um — flestir eru meinlausir. — Var það sneið af
svínslærinu, elskan mín?“
„Jæja, menn mega þá fara um lendur þínar frjálslega sem '
sjómenn um úthöfin — af því að þú ert svo frjálslyndur og
góður í þér — en eg má ekki til þess hugsa, hvað gerst hefði,
ef þú hefðir ekki verið þarna nálægur við sláttinn, Sam. Góð-
semin getur sannarlega blindað menn.“
„Svo sannarlega hefirðu rétt fyrir þér, Andromeda,— eins
og ávallt.“
„Vitanlega hefi eg rétt fyrir mér, Sam, og nú ertu svo
auðmjúkur og furðulega mildur og eftirlátur í svip og rödd,
að eg er alveg viss um, að þú munt þrátt fyrir það fara þínu
fram — eins og ávallt.“
„Vitanlega fer eg mínu fram,“ sagði Sam í glettni, „því að
þessir flakkarar eru nefnilega alla jafnan svo hyggnir, að ef
þeir leita hælis í skógum mínum, þá gera þeir það í 30—50
kílómetra fjarlægð héðan “
„Jæja, eg get nú ekki gleymt því, að þessi óþokki skyldi
ráðast á telpuna. Og svo var það þessi veiðiþjófur, sem Sir
Jonas Fanshawe handsamaði fyrir þig.“
„Veiðiþjófur, æ-i, þú átt við sjómanninn, — honum hafði
eg næstum gleymt. Hvar fréttirðu um hann, væna mín?“
„Sir Jonas og kona hans sögðu mér frá því. Þau líta svo á,
að með því að hlífa veiðiþjófum muni þeir færa sig upp á
skaptið. Þau gáfu jafnvel í skyn, að framkoma þín væri óvin-
samleg í garð nágranna þinna — og því mótmælti eg að sjálf-
sogðu.“
„Það var þeim líkt — og þér líkt að halda hlífiskildi fyrir
eiginmann þinn. Og hvert er þitt álit, Cecily?“
„Mér,“ sagði hún hægt á sinn viðfelldna, hægláta hátt,
„geðjast ekki að Fanshawe-fólkinu.“
„Mér geðjast ekki að því heldur,“ sagði Andromeda, „en
eg held, að viðhorf þeirra gagnvart veiðiþjófum sé eðlilegt og
rétt.“