Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 54
102
R Ö K K U R
Þessar hugsanir voru honum til kvalar og loks reis hann á
fætur, staðráðinn í að fara á fund hennar og biðja hana fyrir-
gefningar á framkomu sinni. Hann var kominn að dyrunum
og háfði lagt hönd sína á snerilinn, þegar hann varð þess var,
að barið var létt, en stöðugt á gluggarúðuna. Hann sneri sér
við, ygldur á svip, og sá Twiley markgreifa standa fyrir utan
garðgluggann, sem náði næstum til gólfs og var all-breiður,
og gekk nú Twiley um hann inn í stofuna, og sagði um
leið:
„Leyfist mér að koma inn? Eg bið yður mjög að afsaka,
lávarður minn, eg vona, að eg valdi ekki ónæði.“
„Nei — nei, síður en svo,“ sagði Ralph hikandi og hristi
hcfuðið, enn eins og hálfdasaður eftir það,. sem gerzt hafði,
og var hann einhvern veginn svo hjálparvana, að Twiley gat
ekki varizt brosi, en nú bar málfar hans næstum umhyggju
vitni:
„Kæri herra Scrope, eg vona, að ekki sé neitt að?“
„Að? Nei, — því skyldi nokkuð vera að?“
„Nú, orðum það svo, að þér virðist vera í dálítilli hugar-
æsingu, ekki alveg eins og þér eigið að yður. Kannske eg
hafi gert yður bilt við?“
„Nei — já, þér komuð óvænt, markgreifi.“
„Eg bið auðmjúklega afsökunar. Eg hefði átt að gera boð
á undan mér — en það vill svo til, að eg var nærstaddur, og
mér flaug í hug að líta inn í von um að hitta yður og hina
ágætu lafði yðar heima — já, það var tilhlökkunarefni, þótt
ekki væri nema að kyssa hönd hennar, — en, hún er sjálfsagt
í skemmtilegri félagsskap en mínum.“
„Við hvað eigið þér, herra?“
„Að á þessari stundu njóti hún ánægjunnar af samvistum
við skemmtilegri mann og karlmannlegri en eg er.“
„Verið ekki með neinar dylgjur — talið eins og yður býr
í brjósti, maður.“
„Jæja, eg á nú ekki við annað en að kona yðar er sem stend-
ur úti að ríða með hinum göfuga frænda yðar, jarlinum. Já,
þau virðast sannarlega samrímd. Vissulega situr hún vel hest,
konan yðar, já, jarlinn er lukkunnar pamfíll — sjálfsagt
kvennagull mesta.“
„Eg ætla að biðja yður um Twiley, að halda ekki áfram í
þessum dúr. Eg vil ekki hlýða á svona tal um — konuna mína.“