Rökkur - 01.06.1952, Síða 210
258
RÖKKUR
hafði fylkt öllu liði sínu fyrir dyrum úti. Voru þar einkennis-
klæddir þjónar, hestasveinar, garðyrkjumenn, þernur og þar
fram eftir götunum. Hann hneigði sig djúpt fyrir hertogaynj-
unni litlu — en ákveðinni og ósveigjanlegri, ef því var að
skipta, og leiddi hana inn í ,,drottningarsal“ hallarinnar.
„Jæja,“ sagði hertogaynjan, er hún losaði um flauelshatt-
bondin, „óaðfinnanlegar voru viðtökur jarlsins, en hvernig
tekur Sam á móti mér. Það verður gaman að prófa.“
Sam hóf hana á loft og kyssti hana rembingskoss, sveiflaði
henni í hring og lét hana svo síga hægt niður.
„Hamingjan góða — fyrr má nú — eg hefi líklega haft þig
fyrir rangri sök, — Sam, þú minnir mig á tarf í vígahug, en
karlmannlegur ertu, og vanginn brúnn og augun björt og
snör -— og svo ertu svo hárviss um þitt eigið ágæti. Og ekki
virðist þér falla illa konuleysið.“
„Nú, jæja,“ sagði Sam, „eg hefi í mörgu að snúast þessa
dagana. Helzt hefði eg kosið að berjast við Fransara, en þess
í stað hamast eg við að erja jörðina, eða öllu heldur sé um,
að leiguliðar mínir haldi á spöðunum. Stundum er eg á hest-
baki allan daginn, og nú, þegar Harry er kominn aftur, hefir
margt breyzt til batnaðar. Eg játa, að mér er það mikið gleði-
efni, að hann skyldi taka það í sig að —“
„Taka það í sig! Ætli konan þín hafi ekki átt sinn þátt í
því — og eg. Hún var alveg að verða ær, vesalingurinn, sífellt
að hugsa um allar þær hættur, sem væru við hvert þitt fótmál,
og undir eins og Rowena var búin að eiga barnið — og það var
ekki þrautalaust fyrir neinn, máttu trúa — lagði hún svo hart
að Harry að fara hingað, að hann lét til leiðast, og komst
að raun um að allt var í bezta lagi með hugarfar þitt í hans
garð. En hvernig skyldi það nú vera í garð konu þinnar elsku-
legrar, Andromedu?“
Sam ygldi sig, en áður en hann gæti svarað kom inn þjóna-
lið með allt, sem þurfti til viðhafnar tedrykkju, undir yfir-
stjórn Perkins, sem að sjálfsögðu hafði klæðst sínum skraut-
legasta búningi, með „púðraða“ hárkollu á höfði, og í gljá-
fægðum lakkskóm með silfurspennum, og annað eftir þessu.
Þögull stjórnaði hann fylkingu sinni óaðfinnanlega, og er hver
hlutur var á sínum stað, og hver skartbúinn þjónn á sínum,
mælti hann svo lágt að vart heyrðist:
„Yðar göfgi — lávarður minn, — teið er til.“
„Dásamlegt,“ sagði hertogaynjan og henti hatti sínum frá