Rökkur - 01.06.1952, Side 20
68
RÖKKUR
helming smáhúsanna í Wrexford, kaupa gömlu mylnuna, fylla
upp tjarnarskrattann, og koma upp leikvelli, þar sem menn
geta keppt í glímum, reiptogi og öðrum íþróttum, keppni
milli ungra manna í þorpunum og fleira hefi eg á prjónun-
um. Hvað segirðu um þetta, frú mín góð?“
„Þetta er mjög líkt lávarðinum, manninum mínum, — hon-
um Sam ætlaði eg að segja, — þatta mun færa mörgum heil-
brigði og hamingju og —“
í þessum svifum kvað við fagur klukkusláttur og konan
unga spratt á fætur og fór að lagfæra hið hrafnsvarta hár
sitt, og um leið og hún bjóst til farar, sagði hún:
„Eg verð að fara, Sam — erfingi lávarðsins mun þurfa á
mér að halda. Hann hlýtur að vera nær dauða en lífi af
svengd.“
„Hvað, aftur? skárri er það nú lystin í strákpattanum.“
„Lystin er í bezta lagi — guði sé lof, eg er farin, lávarðs-
pattinn bíður.“
„En — væri ekki betra að þú hættir að hafa hann á brjósti,
— það ætti að vera hægt að fá —“
„Nei, þökk, eg vil hafa barnið mitt, barnið okkar, á brjósti
sjálf —“
„En aðrar konur gera þetta, og mér virðist —“
„Aðrar konur, en ekki konan þín. Mér ætti að. vera vork-
unnarlaust að hafa drenginn á brjósti. Við skulum sjálf gera
fyrir hann allt, sem gera þarf. Ó, Sam, heimskinginn þinn, þú
veizt ekki hve mikilli sælukennd eg er gripin af því, að
barnunginn okkar, sem er hold af okkar holdi og blóð af okkar
blóði, fær líf sitt og orku frá mér, veistu ekki að ástin hefir
sameinað okkur þig og mig og hann, og ekkert getur neinu þar
um breytt, en eg get ekki komið heimskum manni í skilning
um þetta svona á svipstundu, en barnunginn bíður, háskæl-
andi að líkindum, og nú er eg farin.“
„Vonandi verður hann verðugur slíkrar móður sem hann á.“
„Það verður hann, líkist hann pabba sínum, og það gerir
hann — líttu bara á litla nebbann hans og hve munnfríður hann
er — hvorttveggja minnir að minnsta kosti á stóra Sam, en
nú flýg eg —“
Og svo „flaug“ hún, hin unga, áhyggjufulla og hamingju-
sama eiginkona og móðir, og skildi eftir eiginmanninn star-
andi, og með aðdáun í augum, eins og vissulega allir ungir