Rökkur - 01.06.1952, Side 135
RÖKKUR
183
á bernskuskeiði Ralphs verið hæli hans og griðastaður — ógn-
vekjandi í fyrstu, en brátt kær huga litla móðurlausa drengs-
ins, sem starði stórum augum á allt, sem þarna var — og ekki
sízt á smiðinn svarta og skuggalega, en hjartagóða.
Eins og oft, er hann kom þar í bernsku, var enginn í smiðj-
unni, því að klukkan í Wrybourne-kirkju var ekki búin að
slá fimm. Einhvern tíma hefði Ralph æpt sig hásan, til þess
að Jem kæmi án tafar, en þennan daginn fór hann öðruvísi
að, batt hest sinn við hestasteininn, gekk inn í smiðjuna, tók
þar stólgarm og settist fyrir opnum dyrum og leit út.
Og úr þessum skuggalega og óhreina stað virti hann fyrir
sér alla dýrðina úti, þar sem geislar morgunsólarinnar kysstu
dóggvott grasið og laufin á trjánum, en fuglar sungu á hverri
grein, nývaknaðir, lofsöngva til lífsins og fegurðarinnar. Það
var eins og samstilltur óður til dagrenningarinnar og lífsgleð-
innar, — en hinn hrjáði maður, sem sat við smiðjudyrnar inn-
anverðar, varð æ þungbrýnni — því að hann sá ekki lengur
hið fagra sem fyrir augun bar né heyrði söng fuglanna, held-
ur sveif nú aftur fram fyrir hugskotsaugu hans kona hans
með blóðgar varir, og hin milda rödd hennar, er hún bað guð
að fyrirgefa honum, hljómaði fyrir eyrum hans. Honum varð
ljóst, að þetta var hegning, sem hann varð að þola, og byrgði
andlitið í höndum sér og sat þögull á gamla stólnum, sem hann
hafði svo oft setið á lítill drengur með dinglandi lappir, nú
áhyggjufullur, kvíðinn, iðrandi, án þess að finna neitt sér til
afsökunar.
„Guð veri með oss öllum,“ var allt í einu sagt og Ralph
kipptist við, því að honum brá allmikið. Hann leit upp og sá
smiðinn skeggjaða og sterklega sem sjálfan Herkúles, smið-
inn Jem, sem fyrr á árum var glímukappi mikill, og ávallt
hafði komið fram sem verndari Ralphs á bernsku- og upp-
vaxtarárum. Nú hristi hann sinn gráa koll og horfði athugul-
um, lífsreyndum augum á fornvin sinn og mælti:
,,Þú ert snemma á ferli lávarður, drengur minn, — ertu að
klykkja út eða byrja?“
„Eg veit ekki, Jem — ef eg er að klykkja út þá er það loka-
þátturinn, — ef eg er að byrja —■ þá er það nýtt líf, sem eg er
að byrja.
„Já, hver skyldi trúa,“ sagði smiðurinn og þreif í skeggið.
>»Eg hefi oft hugsað sem svo, er þú hefir komið til mín að
morgni dags, eftir nætursvall, að þú værir djúpt sokkinn, en