Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 353
RÖKKUR
401
Þeir ræddu nokkuð frekara um prestana, sem teknir voru af
lífi og Francis Edwards, og hálf klukkustund leið, þar til þau
voru ein. Áður en Pétur Smith fór sagði hann:
„Eg kem aftur áður en d.immir,“ sagði hann, „og eg kem með
hesta handa okkur báðum.“
„Þið ætlið þó ekki að fara svona fljótt?" spurði Katrín.
„Við getum aldrei haldið kyrru fyrir lengi á sama stað. Hér
höfum við þegar verið of lengi. — En þér getið verið þrjár
stundir ein með bróður yðar.“
Katrín svaraði engu, henni varð óglatt, og þegar hurðin lok-
aðist á eftir Pétri Smith fór hún að gráta.
„Simon, hvað get eg gert, ef þú yfirgefur mig? Hvert get eg
farið? Get eg ekki farið með þér?“
„Kata mín, vissulega muntu fara heim, nú er þú hefir fundið
mig.“
„Heim, eg fer aldrei heim aftur. Eg á ekkert heimili lengur.“
48.
Hún grét svo beisklega, er hún sagði honum allt, sem gerst
hafði, að honum veittist erfitt að fá samhengi í frásögn hennar,
en loks stóð allt skýrt fyrir hugskotsaugum hans. Hann vafði
hana örmum og kyssti hana.
Henni var ljóst framan af, að hann skildi ekki hvað hún var að
fara, en allt í einu var sem hann stirðnaði upp, og þá vissi hún,
að eins og ljós hafði runnið upp fyrir honum. Og að hann mundi
skilja hvers vegna hún gæti ekki farið aftur heim til Conster
eða farið með móður sinni til Essex.
Frásögn hennar hafði eðlilega verið ærið slitrótt, en hún hafði
þó sagt nóg til þess að hann sæi fyrir hugskotaugum sínum
skuggalegt herbergi, þar sem lítið svigrúm var — hann hafði
séð granna hönd, sem hélt logandi kerti hátt á loft — hann sá
tvo menn berjast — kokkálinn og hórkarlinn, — og hórkonuna
— föður sinn, frænda sinn og móður sína. Þessa mynd hafði
Katrín þó getað dregið upp og hið ógnum þrungna myrkur sem
í svip huldi allt eftir á. „Og Madge Piers leiddi burt móður
mína og Robert Douce sótti mér glas af víni. Madge sagði, að
örlög móður minnar væru skráð í stjörnurnar“.
„Hver er Robert Douce — og var þá enn líf með föður mín-
um?“
Hann varð að spyrja, til þess að fylla í eyðurnar. En að lokum
26