Rökkur - 01.06.1952, Side 214
262
RÖKKUR
hnefanum svo hart, að hana kenndi svo til, að hún fór að
sleikja hnúana — „tylliástæðu — já, hver veit, — þessar
elskulegu manneskjur eru svo blindar í hroka sínum, að við
verðum að koma því svo fyrir, að það líti út sem tilviljun
ráði, að þau hittast, og svo verður, ef með þarf, að lemja
saman á þeim hausunum, þar til þau fallast grátandi í faðm-
lög og sættast. Og, það veit hamingjan, — Harry, nú veit eg
hvernig við förum að —“
Hertogaynjan starði á útskorna bjálkana í loftinu, en Harry
horfði spurnaraugum á hana, unz húh loks tók aftur til máls:
„Robert Chalmers — þorparinn — skal verða að vinna
góðverk, án þess hann hafi hugmynd um það — hann skal
verða að krýna fjandmann sinn kórónu hamingjunnar. Hvern-
ig líst yður á þetta?“
„Fyrirtaks vel ■— en hvernig getum við komið þessu í fram-
kvæmd?“
„Ekkert er auðveldara — og skal nú kvennaslægð beita —
en engum lygum. Eg skrifa Andromedu volæðisbréf og svo
ruglingslegt, að hún vesalingurinn haldi, að það sé Sam, en
ekki Sir Robert, sem liggi í andarslitrunum — komið með
fjarðrapenna, fljótt.“
„Hérna, yndislega, litla, göfuga hertogaynja."
„Þökk fyrir gullhamrana, Harry — eg held nú sannast að
segja sjálf, að eg sé talsverðrar aðdáunar verð — en nú —
verð eg að leggja heilann í bleyti —“
Er hún hafði nagað fjaðrapennann um stund tók hún til við
að skrifa bréfið, og hikaði ekki, og skrifaði hratt, með miklu
skrjáfi, og var allt af að dýfa pennanum í, og er hún hafði
lokið við að skrifa bréfið, sem ekki var ýkja langt, hallaði
hún sér aftur í stólnum og las:
Stödd að Wrybourne Feveril
; 30. júlí 18---
Ó, elsku Andromeda,
elskan mín, það er aldrei ein báran stök, og áföllin
dynja yfir, þegar menn eiga sér einskis ills von. Ætti
þó ein morðtilraun og hryllilegt morð að nægja hverjum
sem er, út ævina — en hér hefir einn hryllilegur atburð-
ur bæst við, og er eg smeyk um, að útfallið verði, að
sú morðtilraunin hafi heppnast. Ó, þessi heiftþrungni
og hefnigjarni maður, Sir Robert Chalmers — Sam neit-