Rökkur - 01.06.1952, Síða 110
158
RÖKKUR
fjærst voru, þegar sem hraðast á flótta, en víkingur sá, sem
fram sótti hafði ljóst skegg og mikið, sem flaksaðist í allar
áttir, berhöfðaður var hann, og minnti hárið á tjöruborinn,
samanvafinn kaðal, en maðurinn var hattlaus. Eigi var hann
neinn risi vexti, en hvorki skorti hann hug né orku.
„Ekki erum við heillum horfnir," stundi Standish upp, er
hann mátti mæla fyrir mæði, „svo sannarlega —“
„Já, svo sannarlega —“ stundi Sam upp, — „það er enginn
annar en —“
f sömu svifum kvað við skot, og datt allt í dúna logn, er
kallað var hátt og mynduglega:
„í konungsins nafni, gefist upp og hafið ykkur á brott, eða
þið verðið allir felldir eða fangelsaðir.“
Þeir þorparanna, sem enn voru í bardagahug, sáu sitt ráð
vænst að þokast fjær, svo að sá, er mælti, fékk svigrúm nóg,
og kom nú í ljós, að hinn valdsmannlegi maður var vel búinn,
með hatt á höfði, er slíkum manni hæfði, og svo vel stígvélað-
ur var hann, að eftirtekt vakti, með valdsmannsstaf í annarri
hendi og rjúkandi skammbyssu í hinni, sem hann nú veifaði
um leið og hann heilsaði jarlinum.
„Shrig,“ mælti jarlinn, „enn ertu blessaður stígvélaði vernd-
arengillinn minn. Velkominn, vinur minn, Jasper.“
„Jarl minn og félagi,“ sagði Shrig og hló um leið og hann
skók hönd jarlsins innilega, „verndarengill það er orðið, talað
og í letur fært.“
„Og af hverjum í letur fært, Jasper?“
„Jarl og félagi, það verður yður kunngert bráðlega, þegar
við getum talast við í næði, þar sem enginn snuðrari leggur við
hlustirnar," og hann benti á hina starandi, forvitnislegu þyrp-
ingu, og veifaði enn skammbyssunni, og þokuðust menn þá ó-
sjálfrátt fjær, en fóru þó eigi langt og gláptu þaðan, er þeir
námu staðar, á Shrig og félaga hans, sem bezt gekk fram, sem
naut á nývirki.
„Bægðu þeim frá, Danni,“ kallaði Shrig.
„Já, Daniel, vitanlega,“ sagði Sam og sneri sér við til þess
að heilsa hinum vaska manni, sem fram hafði ruðst gegn
margnum og komið þeim til hjálpar. „Vasklegar hefir enginn
af köppum Nelsons gengið fram í orustunni við Trafalgar,
komdu með krumluna, lagsmaður, og lofaðu mér að skaka
hana.“
Þegar Sam hafði svo mælt var sem allur móður rynni af