Rökkur - 01.06.1952, Side 192
240
ROKKUR
Jarlinn dró Shrig að hægindastól og lét hann setjast þann-
ig, að vel færi um hann og fyllti tvö glös af víni.
„Jæja, Jasper, vinur minn, þú veizt þá allt um þessa morð-
tilraun við Sir Róbert Chalmers?11
„Ha, hvað segirðu?“
Shrig hafði verið í þann veginn að bera glasið að vörum sér,
en hætti við það. „Morðtilraun — hann var þá ekki myrtur?“
„Það má vel vera, að hann sé dauður nú. Eg bíð eftir úr-
skurði læknanna. Þeir eru uppi hjá honum núna. En hann
var á lífi, þegar eg flutti hann hingað.“
Shrig skvetti allt í einu í sig úr glasinu.
„Félagi, ef hann drepst ekki — kemst allt í hönk hjá mér.“
„Hvernig komstu að þessu svona fljótt?“
„Vegna þess, jarl minn og félagi, að eg hefi búizt við þessu
síðan eg kom til Sussex — og raunar löngu áður. Svo að eg
hefi gefið þér — og fleirum — nánar gætur — og haft svona
bak við eyrað, að reynt kynni að verða að stúta mér líka.“
„Jæja, maður, láttu allt fjúka — umbúðalaust."
„Shrig leit á vinstri hönd sína, sem hann bar í fatla, hristi
höfuðið dapurlega, andvarpaði og mælti:
„Fram #ð þessu hefi eg hætt á allt, þótt hefnigjarnir menn
hefðu allt á lofti, stígvél, kylfur, hnífa, skammbyssur — og
jafnvel blómapotta — og alltaf hefi eg verið nógu sprækur
til að víkja mér til hliðar í tæka tíð, en hérna í sveitasælunni
gleymdist mér að vera vökull. Mér geðjaðist að sveitinni,
landslaginu, — og fólkinu — en einhverjum hér geðjast ekki
að mér — og hið sama kom fyrir mig, sem næstum kom fyrir
þig, jarl og félagi — skotið var á mig úr launsátri — úr runna-
þykkni — þar sem blíður fuglasöngur ómaði — og á næsta
augnabliki lá eg spriklandi á jörðunni —“
„Hvar gerðist þetta, Jasper?“
„Eg var þarna, félagi, og hafði kvatt hina fögru konu yðar
og —“
„Ha, — hvar, Jasper?“
„Á þjóðveginum til Lundúna. Eg kom auga á hana og hún
kom auga á mig, hún lét stöðva vagninn og sagði: „Kæri herra
Shrig, annist hann vel meðan eg er í Lundúnum, kæri herra
Shrig“ — hún sagði það tvisvar, jarl og —“
„Sagði hún það, sagði hún það? Og hvað svo meira?“
„Já — tvisvar."
„Já, já, en sagði hún ekkert meira?“