Rökkur - 01.06.1952, Side 43
R Ö K Ií U R
91
„Eg verð þá víst að sætta mig við þetta,“ sagði Standish
og andvarpaði um leið og hann lét sig síga aftur niður í stól-
inn. „Og þar sem þessi deila okkar er úr sögunni, Sam, hvað
hyggist þér fyrir næst?“
Standish var áhyggjufullur á svip. En Sam leit brosandi
framan í hann og mælti:
„Eg ætla að fara að slá.“
„Slá — hvað — hvar?“
„Á venjulegan hátt, Harry, með orfi og ljá, meðan þér
litið á þessar nýju teikningar af smáhúsuaum.“
„Að slá — með orfi og ljá“ — sagði Sam gapandi af undrun.
„O-já, og eg get sagt yður, kæri vin,að eg er orðinn allslyng-
ur sláttumaður, og það get eg þakkað gamla Toop. Og enn
eitt, það hefir hin beztu áhrif á líkama og sál, að stunda nokk-
ur störf. Og þess vegna fer eg nú, til þess að slá nokkrar
brýnur.“
III. KAFLI.
Jarlinn beitir hnefunum. .
Skammri stundu síðar gekk jarlinn út úr húsinu, og leiddi
Jane litlu við hönd sér, en hún hélt í hinni hendinni á Bat-
ildu, þeirri brúðunni sinni, sem hún hafði mestar mætur á,
þótt hún væri allmjög farin að láta á sjá. Það var glaða sólskin,
er þau lögðu leið sína um garðana:
„Hvar er Esaú, hundurinn okkar?“
„Hann hefir nóg um að hugsa, — hann er að gæta Mt-du
og litla barnsins, en hún fór út að aka því í vagninum.“
„Nú skil eg.“
„En þú hefir ekkert tekið eftir því, hvað eg er fín —“
„Þú ert alltaf svo indæl, hjartað mitt.“
„Já, en í dag setti eg upp langbezta hattinn minn, þín
vegna —“
„Já, það er alveg satt. Og víst er hann fallegur — og f«i
þér vel.“ ú- x
„Og sjáðu, eg er með hálsmenið fallega, sem Meda frænka
gaf mér á afmælinu minu.“
„Veit Anna frænka nokkuð um það,“ sagði Sam og kom
nokkur alvörusvipur á andlit hans, um leið og hann horfði á
þennan dýrindis grip.
„Ne-ei, ekki beint. Eg setti það á mig meðan hún var önn-