Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 112
160
ROKKUR
get eg sagt aS fregnirnar um morðtilraunina komu blátt áfram
fijúgandi til þeirra, sem bera velferð yðar fyrir brjósti, og
þetta mun eg nú sanna með því að leggja fram skilríki
nokkur.“
Og þar með dró Shrig innsiglað bréf upp úr leðurveskinu
og rétti Sam. Og Sam rauf innsiglið og las:
London (eins og forðum daga).
29. júlí, ’ 18.
Göfugi jarl, þar sem þetta er kunningjabréf jafnframt
sem það er embættisbréf, leyfi eg mér að skrifa eins og
kunningja í kumpánlegum stíl, nfl.:
Sam frændi.
Mér hefir borizt til eyrna að tilraun hafi verið gerð
til þess að myrða þig (en líf þitt er nú dýrmætara en
áður af augljósum ástæðum), og þar sem þessi svívirði-
legi atburður kynni að endurtaka sig, hefi eg aftur
(þótt þér mislíki það kannske), falið þig vernd þíns
stígvélaða verndarengils Jasper Shrigs, sem við báðir
eigum svo mikið að þakka frá liðnum tíma, enda mað-
urinn margreyndur að hugrekki, hollustu og tryggð. Og
nú — vitandi að hann er aftur í nálægð þinni, hefir mikl-
um áhyggjum verið að mér létt.
Þinn skuldbundinn þjónn og vinur,
Ebenezer (Ben) Joliffe."
„Veiztu hvað hér stendur skrifað, Jasper?“
„Hvert orð, herra.“
„Jæja þá, þar sem þið eigið að fylgja mér sem draugar, er
bezt að þið Daniel setjist að hér í Wrybourne Feveril".
Jarl minn og félagi, eg þakka, en eg er vörður laga og rétt-
lætis, og skyldan, skyldan, maður, bannar mér að þiggja þetta
boð.“
„Og hvers vegna, Jasper?“
„Þar sem þér spyrjið hreint og beint svara eg líka frjálslega:
Vegna þess að skyldan, skyldan, maður, fyrirbýður það.“
Sam hló og sneri sér að Standish og mælti:
„Hefirðu nokkurn tíma heyrt annað eins, Harry?“
„Nei, en mér skilst að herra Shrig vilji vera laus og liðugur,
og ekki vera rígnegldur neinsstaðar. Og nú, herra Shrig, leyfið