Rökkur - 01.06.1952, Side 115
ROKKUR
163
ekki taka meira en mér ber. Og nú, herra minn — ó, fjandinn
hirði allt — verið þér sælir.“
Hann knúði hest sinn sporum, en leit um leið á Sam, sem
horfði á eftir þessum margreynda vini sínum enn þungbúnari
en áður. Þannig sat hann kyrr á hesti sínum, þar til Standish
var horfinn sjónum og hófadynurinn barst ekki lengur að
eyrum hans.
Svo sveigði hann inn í laufgaðan skóginn. — Fuglar kvök-
uðu á hverri grein og skógurinn glitraði í sólskininu, en Sam
var í svo þungum þönkum, að hann veitti þessari fegurð enga
athygli.
XIX. KAPITULI.
Standish rekst á mann, sem hefir illt í huga.
Harry Standish hægði fljótt á sér. Hann reið heim á leið
löturhægt. Hugsanir hans voru bundnar við það, sem gerst
hafði, og honum fannst sem vonlegt var, að hann hefði orðið
fyrir hinu mesta áfalli — og valdur að því var sá maður, sem
hann hafði ávallt verið trúr og hollur, og dáði meira en aðra
menn.
Hvað eftir annað spurði Standish sjálfan sig hvernig hann
ætti að segja Rowenu konu sinni þessi tíðindi. Og barnið þeirra
ekki enn í heiminn borið. Henni gæti orðið svo mikið um, að
bað riði henni að fullu. Fari hann bölvaður. hugsaði Harry og
hugsaði til Sams. Nei, hjá því yrði ekki komizt, hann yrði að
segja konu sinni sannleikann, hverjar sem afleiðingarnar yrðu.
Hann bað þess, að guð yrði þeim báðum náðugur — en ef
þetta riði Rowenu að fullu? Hann hugsaði um hana og barn
þeirra í sömu gröf — og þannig reið hann áfram á valdi ör-
væntingarhugsana, þar til hann rakst svo harkalega á trjá-
grein, að hann sárkenndi til í andlitið, og þetta smáatvik varð
til þess, að hugsanir hans beindust á aðrar brautir.
Nú bar allt í einu fyrir augu hans reiðmann nokkurn, í eigi
mikilli fjarlægð, í skjóli runna, og lyfti maðurinn sér upp af
hnakknum og gægðist yfir runnann, og var auðséð, að hann
hafði séð eitthvað, sem honum varð mikið um, því að hann
varð allt í einu hinn illilegasti á svip og skein í hvítan tann-
garðinn, svo seig hann niður, og hægt og hikandi, næstum
eins og honum væri það ógeðfelt, dró hann skammbyssu með
11*