Rökkur - 01.06.1952, Side 121
ROKKUR
169
en Sam stóð eftir orðlaus með kreppta hnefa reiðari en hann
hafði fyrr orðið á æfinni.
XXI. KAPITULI.
Brúðan „Batilda“ flytur illa orðsendingu.
Klukkan var að verða sex, þegar Andrómeda kom heim, en
hún hafði innt af höndum nokkrar skylduheimsóknir. Ósjálf-
rátt nam hún staðar fyrir dyrum úti á heimili sínu, hinum tign-
arlega, en skuggalega mikla kastala, og nú — í fyrsta skipti —
er hún stóð þarna í skjóli þessara gömlu, traustu veggja,
fannst henni sem skuggarnir sópuðust að henni, og það fór
hrollur um haná, — henni var nístingskalt, þar til hún gekk
aftur fram þangað, sem sólin náði að verma hana.
En nú varð dálítið til þess að gleðja hana og beina hugsunum
hennar á bjartari brautir. Fagnaðargelt hundsins hennar barst
að eyrum og hin hreina og skæra rödd Jane litlu, sem kom
hlaupandi með Esaú á hælum sér.
„Ó, frænka, elsku Meda frænka, bíddu svolítið, — við Esaú
erum að koma til þess að segja þér dálítið skrítið.“
„Hjartað mitt,“ sagði Andrómeda og beygði sig niður til þess
að kyssa hana og til þess að klappa á koll Esaú. „Eitthvað
skrítið — og dásamlegt líka, kannske?“
„Ja-á, nú veit eg, að það er allt satt í ævintýrabókunum, —
það eru til álfar og dísir og galdrakerlingar allt í kringum
okkur, því að Batilda klifraði sjálf upp í tré og eg er alveg
viss um, að galdranorn hefir lokkað hana þarna upp.“
„Hamingjan góða, Jane, hver skyldi trúa.“
„Bíddu nú. Nú skal eg segja þér, Meda frænka. Eg hafði
sett Batildu á flötina með spjald og griffil og hún átti að
reikna dæmi, skilurðu, ósköp létt — hún átti að leggja saman
2 og 2, og svo fór eg á meðan með Esaú til þess að gefa honum
að drekka, því að hann var þyrstur og það var eg líka. Jæja,
hvað heldurðu, þegar eg kem aftur er hún komin upp í tré og
situr þar með eitthvað í fanginu, og nú verðurðu að koma og
ná í hana fyrir mig. Viltu það?“
„Vitanlega hjartað mitt, eg skal koma.“
Og svo leiddi Andrómeda Jane litlu við hönd sér að trénu
og teygði sig upp til þess að ná henni, en er hún rétti frá
sér hönd sína og virti hana fyrir sér, var sem hjartað ætlaði
að stöðvast í brjósti hennar og hún varð náföl.