Rökkur - 01.06.1952, Síða 58
106
RÖKKUR
um, treystum vináttubönd okkar með því að drekka göfugt
vín — ekkert gleður hjarta manns meira en áð teiga guða-
veigar.“
Og vissulega var vínið gott á bragðið. Markgreifinn gætti
þess að drekka hóflega, en þá list kunni Ralph ekki og varð
brátt alldrukkinn, — æ drukknari, meðan markgreifinn mas-
aði, og er Ralph loks reið heimleiðis, gat hann vart setið á
hestinum, sljór í hugsun, en ekki svo sljór, að hann hefði ekki
skilið hvað Twiley var að fara, og hin illu sáðkornin fóru að
skjóta rótum í huga hass. Illgresi mundi upp koma, er kæfa
mundi annan gróður hugans, og auka andlega vanlíðan hans
og valda honum mikilli óhamingju.
Hann hafði riðið alllanga stund, er hann mætti ríðandi
manni, er kallað hafði til hans úr nokkurri fjarlægð.
„Aha,“ sagði hann og starði sljóum augum á hann, og gat
loks borið kennsl á hann, „herra Standish — eða hv-að?“
„Sá er maðurinn, lávarður minn, eg reið til fundar við yður
með skilaboð frá jarlsfrúnni.“
„Ha, jarlsfrú — o-já, konu Japhets, And-ro-medu, — en
hva-r er mín kona, ha?“
„Jarlsfrúin sendi yður kveðju guðs og sína og þar með, að
kona yðar gisti í Wrybourne-höll í nótt.“
„Gisti — segið þér gisti! Hvort sem mér líkar betur-eða verr.
Gista þar, án þess að kveðja mig, án þess að biðja um leyfi,
en eg er auðvitað bara eiginmaður hennar — og það verður
hlegið að mér eins og öllum hinum — en eg skal verða fyrstur
til að hlæja, fari það allt til helvítis, ha, ha, verið þér sælir,
herra, segið þeim að eg hafi hlegið dátt — með þeim — og
að þeim. Verið þér sælir.“
Standish glápti á hann undrandi, yfir því, að svo virtist sem
i einni svipan hefði runnið af þessum dauðadrukkna manni —
og yfir orðum hans.
En Ralph knúði hest sinn sporum og reið geist. Hann var
ekki einn. Hatur og afbrýði höfðu slegist í för með honum.
VI. KAPITULI.
Önnur tegund eiturs.
;,E i t u r!“
Um leið og þetta skelfilega orð kom yfir varir Elisabetar
McGreg'or stöðvuðust prjónarnir skyndilega í höndum hennar