Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 294
342
RÖKKUR
„Á undan honum — hann er þá væntanlegur?“
„Já, guði sé lof — hann er enda lagður af stað. Þegar eg hitti
hann seinast var hann í Sankti Mariu kirkjunni í Vallicella, en
þangað hafði hann farið til þess að fá blessun föður Philips Neri,
en það er venja enskra presta að ganga á fund hans, áður en
þeir ganga í mót dauðanum í sínu eigin föðurlandi. Og faðir
Neri ann öllum ungum mönnum, einkum þeim, sem valdir hafa
verið til þess að deyja ungir á þennan hátt.“
En Katrín heyrði ekki það, sem hann sagði, því að hún var
búin að rífa upp bréfið og var byrjuð að lesa það, og ygldi hún
sig dálítið, er henni varð hnotgjarnt um sum löngu orðin. I
fyrstu vir-tust henni stafirnir dansa á pappírnum, er hún horfði
á þá gegnum tárin, en svo gat hún lesið nafnið sitt, og brátt
varð allt greiðara, og er hún hafði lesið bréfið stakk hún því í
barm sinn.
„Hvað segir hann, Kata?“ spurði Agnes.
„Að hann geri ráð fyrir, að leggja af stað innan fárra daga.
Hann ætlar yfir Ítalíu og Frakkland allt til strandar og reyna
að komast í skip, sem fer til Chichester, og er þangað kemur
mun hann halda rakleiðis til Conster — ó, eg get varla trúað
þessu, — eg vissi ekki einu sinni, að hann væri orðinn prestur.“
„Það eru góðar fréttir fyrir okkur öll“, sagði Richard Tuktone
— „kannske hann syngi messu fyrir okkur hér í Fuggesbroke“.
„Eg er viss um, að hann gerir það,“ svaraði Katrín.
„Og nú verðum við að taka ákvarðanir um morgundaginn.
Hvenær viljið þér, að við söfnumst hér saman, herra?“
„Þið hafið sagt mér frá mótmælanda, sem vill taka aftur
kaþólska trú.“
„Það er varla hægt að kalla hann mótmælanda, þótt hann
hafi villst dálítið af leið.“
„Þér þekkið hann — treystið honum?“
Þegar Katrín sat þarna gegnt prestinum veitti hún því
athygli hve veikulegur hann var. Hann var fölur mjög og hör-
undið rakt og titringur á höndum hans. Henni flaug í hug, að
hann kynni að hafa verið í fangelsi. Þess vegna var hann kann-
ske svo skelfdur á svip.
Hún hafði virt fyrir sér presta þarna í Fuggesbroke, sem
voru hugaðir sem ljón. Thomas Pilchard, John Owen, og aðra
slíka, sem voru reiðubúnir jafan að taka afleiðingum gerða
sinna hverjar sem þær yrðu, og hikuðu aldrei við að veita mót-
töku týndum sauð, en faðir Francis Edwards virtist eins hrædd-