Rökkur - 01.06.1952, Side 137
R O K K U R
185
út í birtuna og fegurðina, til hvíta, snoturlega hússins, þar sem -
ávallt hafði ríkt friður og hamingja, og þar var Mary fyrir, og
fagnaði honum af einlægni hjartans.
XXVI. KAPITULI.
Ralph hittir flökkumann.
Ralph var staddur á stað nokkrum í Sussex, þar sem fjórir
vegir mætast. Það gat svo sem verið sama hvaða leið hann færi
— aðeins þjáningar og einmanaleiki gátu beðið hans.
Kann tók upp pening og ætlaði að fara að kasta honum upp,
og láta tilviljunina ráða, er kallað var til hans úr eigi mikilli
fjarlægð:
„Eruð þér Scrope lávarður? Ef þér eruð hann er eg heppinn
— - ekki þarf eg að óttast yður.“
Maður sá, sem mælt hafði, stóð handan limgirðingar, sem
hann gægðist yfir. Undir venjulegum kringumstæðum mundi
Ralph hafa brugðist illa við að vera ávarpaður þannig, en nú
gekk hann hægt í áttina til mannsins, og virti hann fyrir sér
án þess að skipta um svip. Hann sá grannan, fremur vel vax-
inn mann, vel klæddan, en föt hans voru velkt og rykug. Mað-
urinn var dökkur á hörund, en fríður sýnum. í andliti hans
var ör, eins og eftir gamalt sár.
„Eg get ekki komið yður fyrir mig,“ sagði Ralph. „En það
skiptir engu. Hvað er að?“
„Eg hefi snúist um öklana, og get ekki gengið óstuddur, en
eg verð að komast áfram, sem allra lengst frá þessum vegi.“
„Hvers vegna? Nei, hvað varðar mig um það. En hvernig
stendur á því, að þér þekkið mig í sjón?“
„Eg vann 50 guineur, er þér unnuð í hnefaleiknum við Berm-
ondsey slátrarann.“
„Jæja —,“ sagði Ralph og rétti úr sér. „Það var skemmti-
legur kappleikur.“
„Eg hefi ekki séð annan betri — og hefi eg marga séð.“
„Þér lítið út eins og þér hefðuð einhvern tíma beitt hnef-
unum —“
„Eg keppti eitt sinn við Jessamy Todd, og beið ósigur, í 97.
umferð.“
„Jessamy Todd?“ sagði Ralph og gapti. „Sá er ekki slakur,
sem heldur velli í 96 umferðir, gegn slíkum manni sem Jessa-
my Todd. Hver eruð þér, maður minn?“