Rökkur - 01.06.1952, Síða 222
270
RÖKKUR
lá fölur og heldur fálegur. Svo horfðu þeir hvor á annan um
stund án þess að mæla orð af vörum.
„Jæja, Wrybourne,“ sagði sjúklingurinn loks, „það lítur
út fyrir, að eg hafi það af. Svo segir Jane — og víst læknirinn
líka.“
„Það gleður mig,“ sagði Sam.
„Skyldi nú svo vera? Heldur þú það, Jane litla?“
„Já, því að Sam frændi skrökvar aldrei, og það gerum við
lika, öll hin, eg , Batilda, og Esaú.“
„Jæja, Jane, ætlarðu ekki að bjóða jarlinum að setjast?“
„Þarna,“ sagði hún og benti með silfurskeið, sem hún hafði
tekið í hönd sér, „æ, eg gleymdi mér; amma segir, að maður
megi ekki benda — og viljið þið sykur og mjólk í tevatnið,
báðir „frændarnir“ mínir?“
„Já, þökk Jane. — Já, væna mín.“
Enn var þögn og Jane hellti í bollana.
„Jæja, þetta lukkaðist — eg hellti ekki niður — einum
dropa. Og nú, Sam frændi, viltu rétta sjúklingnum bollann
hans, því að hann hefir ekki nema aðra höndina.“ Og Sam gerði
sem hún bauð og bar bollann að vörum síns fyrra fjandmanns,
sem fekk sér sopa, en mælti svo:
„Þökk, Wrybourne, en eg get bjargað mér, ef þér dragið
borðið aðeins nær.“
Fátt var mælt, en mikið horft á litlu húsmóðurina, sem
smurði brauð handa sjúklingnum, og lét sér svo annt um
hann, að það vakti furðu jarlsins, — og eigi síður, hversu mik-
il mildi var í rödd Sir Roberts, í hvert skipti, sem hann svar-
aði Jane litlu. Góða stund rabbaði hún við þá á víxl eða báða
í einu, en allt í einu birtist Elisabet McGregor, sem hafði
verið í nálægð, reiðubúin til þess að sækja Jane á réttu augna-
bliki, svo að þeir fornir fjendur Chalmers og Wrybourne gætu
talast við í einrúmi.
„Jane mín,“ sagði hún glaðlega, „amma þín vill, að þú farir
að koma — það er farið að líða að háttatíma.“
„Æ, æ, svona er það alltaf,“ sagði Jane litla dálítið leið á
svip, „þegar er mest gaman verður maður alltaf að fara að
hátta.“
„Þú þarft nú ekki að fara að hátta strax — eg held að hún
hafi eitthvað handa þér, og réttu mér nú höndina, barnið
gott.“