Rökkur - 01.06.1952, Síða 279
RÖKKUR
327
„Mér stendur á sama,“ sagði Maria þurrlega, „ef það bara
er í samræmi við trú mótmælenda.“
Það kom nokkur ókyrrð á Tuktonfjölskylduna við hinn enda
borðsins og Katrín stakk upp í sig kjötsneið, til þess að leyna
gremju sinni, en Thomas Harman reyndi að beina talinu í
aðra átt.
„Við skulum ekki tala um trúmál,“ sagði hann, „því að um
þau verðum við aldrei öll sammála. Tölum heldur um það,
sem enginn ágreiningur er um og drekkum minni Herinar Há-
tignar drottningarinnar."
Þetta var hyggilega mælt, því að mótmælendur gripu feg-
ins hendi tækifærið til þess að sýna hollustu sína, en hinir
kaþólsku enn fegnari, þar sem þeim kom verst, ef farið væri
að deila um þessi mál. En þeir, sem hvorki voru heitir mótmæl-
endur eða kaþolikkar, voru sem jafnan alltaf reiðubúnir til þess
að hrópa húrra fyrir drottningunni.
„Drottningin, drottningin, hún lengi lifi, guð blessi drottn-
inguna.“
Alard, Tuktone, Harman; Douce, mótmælendur og kaþólikk-
ar, Englendingar og Frakkar — æptu í kór.
17.
William Luck var elztur viðstaddra og hann stóð upp og
flutti langa ræðu, kvaðst hafa verið í brullaupi Thomasar Har-
man og Luce, konu hans, og óskuðu ungu brúðhjóunum allra
heilla. En hann var gamall orðinn og var ræðan all-ruglingsleg
á köflum, og hann fór nafnavillt.
Vakti rugl hans hlátur nokkurn meðal hinna yngri, en lafði
Elisabet sagði gremjulega við Kit Oxenbrigge, að furðulegt
væri, að eiginmaður hennar hefði farið með hana í boð til þess
að hlýða á þrugl þetta, en Luck gamli lét sig engu skipta þrugl
manna og hélt áfram:
„Megi því brúðhjónin lengi lifa og megi frjósemi þeirra
verða sem akranna í Holly Crouch, megi þau vera laus við veik-
indi og aðsókn, og megi þau lifa það að sjá fjöld banrabarna
og að hin sanna trú verði aftur í heiðri höfð.“
Seinustu orðin heyrðu sem betur fór fæstir, því að skruðn-
ingur var mikill, er menn stóðu upp til þess að drekka minni
brúðhjónanna.
„Lengi lifi brúðhjónin — langt líf og barnafjöld — frjósemi