Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 118
166
RÖKKUR
ara að við hittumst hér í skóginum, því að Ralph mundi fylgja
rnér eftir ef eg færi heim til þín. Og nú skilurðu kannske, að
eg get ekki sofið af áhyggjum, því að eg óttast, að Ralph —
drepi þig. Ó, hvað get eg gert?“
„Komdu með mér heim til Andrómedu, væna mín.“
„Nei, nei, eg þori það ekki. Hann mundi renna grun í, að
eg væri þar, og koma og skjóta þig til bana. Nei, eg get ekki
hætt á það.“
„Jæja, svo að það er markgreifinn, sem stakk upp á því,
að við hittumst hérna.“
„Já, hérna í skóginum, fjarri heimili þínu.“
„Og hvar er Ralph nú, Cecily?“
„Þegar eg fór að heiman var hann í fasta svefni. En kann-
ske hefir hann aðeins þózt sofa.Hann hefir kannske veitt mér
eftirför — ef til vill liggur hann í leyni, gefur gætur að okk-
ur.“
„Já, hver veit,“ sagði Sam og leit í kringum sig. „Og nú,
Cecily, áður en eg fer, geturðu skýrt fyrir mér hvers vegna
Ralph hatar mig svo, að hann áformar að drepa mig?“
„Já,“ sagði hún feimnislega og niðurlút, „geturðu ekki rennt
grun í það.“
„Nei, fari í heitasta, ef eg get það.“
„Jæja, eg verð þá víst að segja það,“ sagði hún eins og
saklaus sveitastúlka. „Hann er afbrýðisamur.“
„Afbrýðisamur, bölvaður asninn. Ekki hefi eg hagað mér
þannig, að hann gæti —“
„O-jú, Sam, það hefirðu, oft og mörgum sinnum,“ sagði
Cecily og leit aftur til hliðar feimnislega, „vissulega hefirðu
það.“
„Ja, nú botna eg ekki upp né niður í neinu. Hvaða tilefni,
Cecily, segðu mér það —“
„Sam minn,“ sagði hún lágt og færði sig nær honum, „vertu
nú ekki á svipinn, eins og þú sért genginn út úr hömrum —
vitanlega hefirðu góða samvizku, en þú hefir verið svo góður
við mig, og veitt mér allt, sem hægt er að fá fyrir peninga —“
„Peninga — nú þar liggur hundurinn grafinn? Af því að
eg hefi hjálpað þér — og honum.“
„j á, þú átt þetta rausn þinni og göfuglyndi að þakka.“
„Já, hver skyldi trúa. Hann heldur líklega, að eg hafi ætlað
að vinna hylli þína með fégjöfum. Já, það verður seint of-
sögum sagt af sumum niðjum Scrope-ættarinnar."