Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 13
R Ö K K U R
61
góður hnefaleiksmaður, og nú var sem hann gæti ekki hætt,
hann barði út í loftið, tók dýfur, rétti úr sér, og skeytti engu,
þótt hin gullinhærða kona hans bæði hann að hætta, en loks
gafst hún upp og gekk á braut, vonleysisleg á svip, hægt,
sorgbitin. En lávarðurinn, eiginmaðurinn, hélt áfram að dansa
kringum sjálfan sig, unz hann stakkst á höfuðið í moldar-
flag.
„Og þetta var mátulegt handa yður, lávarður minn,“ sagði
Tom, sem beygði^sig yfir hann og reyndi að styðja hann á
fætur; en það var engin hreyfing á lávarðinum, og Tom gamli,
allmóður orðinn, tautaði áfram: „Það lá nú við, lávarður
minn, að eg spyrði: Hefirðu ekki augu í hausnum, nautið
þitt, eins og stundum er sagt. Það ætti að sækja svipu og tukta
þig ærlega til, tja, nú tala eg við yður, lávarðurinn minn, eins
og þegar þér voruð strákur, en þetta er nú í annað skipti í
þessari viku, sem þér hagið yður svo skammarlega, að hin
fögru augu konunnar yðar hafa fyllst tárum. Mikið má það
vera, ef hjarta hennar brestur ekki af harmi einn daginn, ef
svona verður áfram haldið, en meðan hún dregur andann
mun hún elska yður, þótt ekki séuð þér ástar hennar verður,
og langt í frá, og sannast þá kannske, að enginn veit hvað átt
hefir fyrr en misst er.“
„Hættu þessu tauti, Tom,“ nöldraði lávarðurinn loksins,
„því að ef þú heldur svona áfram endar það með, að eg fer
að tárast líka.“
„Ojæja, ojæja, það yrðu nú krókódílstár tárin þau,“ tautaði
gamli knapinn, „nei, Ralph, maður minn, lávarður góður, þér
verðið aldrei þess verður að snerta skóþveng hennar, hvað þá
meira.“
„Farðu í helvíti, heldurðu að eg viti það ekki, og eg hefi
atllaf vitað það.“
„Hún sækir yður í fangelsi, sjálfan húsbóndann og lávarð-
inn, hún borgar skuldir yðar, og hvað látið þér í té í staðinn,
smán, vanvirðu.“
Lávarðurinn settist upp og studdi höndum að gagnaugum
og réri fram og aftur, en gamli knapinn, sem þrátt fyrir allt
unni honum miklu heitara en faðir hans nokkurn tíma hafði
gert, hélt áfram reiðilestri sínum harmþrunginni röddu, þar
til hann var orðlaus og gat vart dregið andann lengur fyrir
mæði, og gekk á braut, þungum skrefum og stundi þungan.