Rökkur - 01.06.1952, Side 160
208
RÖKKUR
„í hamingju bænum, maður — er ekki nóg, að um slíkan
liðsmun er að ræða — á eg að fara vopnalus í þokkabót?“
„Vopnlaus verðurðu að fara, ella gætir þú orðið manns
bani — og þú kynnir að verða sakaður um morð. Til þess má
ekki koma. Þess í stað munum við fara, með önnur vopn, ekki
eins háskaleg, en þau munu þó duga okkur.“
„Við, Tawno? Þú ætlar að koma með mér?“
„Vissulega! Erum við ekki bræður?“
„Gamli félagi,“ sagði Ralph innilega glaður — „væri eg
Fransari mundi eg án vafa rjúka á þig og kyssa þig, — jæja,
réttu mér hnefann, sem þú slóst alla niður með, nema Jessamy
Todd.“
Þeir tókust hátíðlega í hendur. Tawno gekk því næst inn
í tjald sitt og sótti þangað tvö liðleg barefli, og bað Ralph
um að velja annaðhvort.
„Þú munt komast að raun um, að þau fara vel í hendi og
að það getur sungið í þeim sem sverði.“
„Það efast eg ekki um,“ sagði Ralph, tók aðra kylfuna sér
í hönd og sveiflaði henni. „Eg get ekki kosið mér betra vopn.“
Þeir sveifluðu sér á bak, og allt í einu var Nerilla komin
mitt á milli þeirra.
Þau töluðust við stutta stund, hún og Tawno, en svo sneri
hún sér að Ralph og mælti brosandi, en Nerilla var ein þeirra
stúlkna, sem mönnum fannst, að brosti of sjaldan.
„Ralph lávarður, eg hefi oft séð þig og heyrt til þín, þótt
þú hafir aldrei komið auga á mig fyrr en nú, og þar sem þið
Tawno eruð nú bræður, fagna eg þér til Lovel-anna. Og láttu
mig nú-líta í lófa þinn.“
Ralph hlýddi brosandi, og hún leit í lófa hans, og sagði með
mjög breyttri röddu:
„Hér hefir blóði verið úthellt í þágu góðs málefnis. Hér
sé eg gullinhærða konu, sem leitar einveru í sorg sinni yfir
týndum syni — sem drukknað hafði — endur fyrir löngu
var það — en hann kallar til hennar í tónum. Hér er heimili
þar sem nú er allt autt og tómt, en þar munu brátt verða
tveir, karl og kona, og bráðum þrennt — en enn síðar fernt
— og — nú birtir — þarna mun hamingjan ríkja ...
Og svo leit hún upp, kinkaði kolli og brosti til þeirra, er
hún gekk á braut, teinrétt, mjúk í hreyfingum.