Rökkur - 01.06.1952, Page 305
RÖKKUR
353
„Það hefði hún gert, ef þetta hefði verið að degi til — því
að „Kata á sprettinum“ er allsstaðar,“ sagði móðir hennar.
„Ætli hún þeysi ekki á nóttunni stundum líka,“ sagði Oxen-
brigge og brá fyrir glettni í augum hans.
„Nei, á nóttunni sefur hún,“ sagði móðir hennar —- „en þerna
hennar segir mér, að í nótt hafi hún ekki farið úr fötum.“
„Hvernig getur Nan sagt það — eg var komin á fætur þegar
hún kom.“
„Kannske — en með hárið úfið og fullt af visnu laufi og
rúmábreiðan blaut, eins og nýdreginn fiskur hefði legið á
henni.“
Katrín hafði ákafan hjartslátt. Hún reyndi að tala rólega.
„Eg var ákaflega þreytt í gærkvöldi. Eg fór beint í háttinn,
þegar eg kom inn — þú varst í dyngju þinni.“
„Og með hverjum varstu að koma heim svona útleikin? Nei,
þegiðu. Það er bezt, að faðir þinn tali við þig.“
Hún tók sauma sína og benti á gígjuna og sag'ði við Oxen-
brigge:
„Leiktu fyrir mig, frændi. Eg vil gleyma hugarkvölunum,
sem þessi dóttir mín veldur mér.“
Hann tók gígjuna sér í hönd, það var glettni í augum beggja,
hugsanir þeirra virtust hefjast til flugs og mætast yfir gígjunni,
eins og ránfuglar, sem hnita hringa í lofti.
27.
Þegar Kata kom heim þetta kvöld ómuðu enn strengir gígj-
unnar. Henni fannst, að þeir mundu aldrei hafa þagnað. Allan
daginn hafði hún verið á reið og oftast farið greitt. Hún hafði
reynt að draga úr sálarkvíða sínum með því að reyna á hvern
vöðva, en alltaf höfðu tónar gígjunnar ómað í eyrum hennar,
— hún hafði séð fyrir hugskotsaugum sínum hina grönnu
fingur Oxenbrigge og hönd móður hennar, hvíta og smáa, und-
ir böndum fiðlunnar.
Er heim kom var henni sagt, að faðir hennar væri ekki kom-
inn heim, og aftur fór hún upp í herbergi sitt, án þess að neyta
nokkurs, því að henni fannst hún ekki vera matar þurfi. En
þótt hún leitaði einveru þráði hún að geta talað við einhvern.
Hún hafði allan daginn bælt niður löngun til þess að fara til
Leasan, þótt hún þráði ekkert frekara þessar stundirnar en að
sitja hjá Nicholasi Pecksall í laufskálanum og rabba við hann
23