Rökkur - 01.06.1952, Side 344
392
ROKKUR
Menn byrjuðu aftur að kalla, þegar síra Crockett fór að þylja
bænir á latínu.
„Þaggið niður í svikaranum, — skerið úr honum tunguna!“
Menn þögnuðu skyndilega, er böðullinn hóf verk sitt. Hann
horfði á fórnardýr sitt- engjast sundur og saman, er hann dingl-
aði í gálganum, svo lét hann hann detta skyndilega, og svo
voru klæði hanns rifin af honum í óvirðingar skyni, meðan enn
var lífsmark með honum. — Katrín hafði aldrei fyrr séð mann
tekinn af lífi fyrir föðurlandssvik — þegar venjuleg aftaka
- fór fram, átti sér enginn slíkur eftirleikur stað. Henni varð
óglatt og hún hefði lokað augunum, ef hún hefði getað — en
hún sat sem stirðnuð á hestinum án þess að geta hrært legg
eða lið, — en hélt talnabandinu enn hátt á loft. Hún sá að hend-
ur og fætur síra Crocketts hreyfðust — og höfuð hans, sem enn
lafði við hálsinn. Hún hugsaði á þá leið, að hann hlyti að
vera meðvitundarlaus, en allt í einu staulaðist hann á fætur,
veifaði hanndleggjunum og æpti eitthvað, en þá varpaði böð-
ullinn honum niður aftur, en í svip blasti kolblátt andlit hans
við Katrínu. Á föður Edwards þorði hún ekki að líta.
Nú þuldi hún bænir upphátt, án þess að hirða um hvort til
hennar heyrðist. Af vörum hennar streymdu De pro fundis
og D i r i g i. Til allrar hamingju var hún kippkorn frá þröng-
inni, sem hafði troðið sér að aftökupallinum, og allir svo áfjáð-
ir í að fylgjast með að enginn veitti athygli latínulestri hennar,
að því er virtist. Vindur blés nú yfir aftökupallinn og með
honum barst blóðlykt til múgsins, sem virist gera menn ærða,
því að menn æptu sem óðir: Blóð, blóð!
Loks voru þjáningar sira Crocketts hjá liðnar og röðin var
komin að síra James, sem gekk upp stigann sem reistur var upp
við gálgann og fól sál sína guði á vald, og mælti hann á ensku,
og heyrðist þá kallað:
„Hann er Englendingur, það má hann eiga“.
En síra James hirti hvorki um velvild eða andúð múgsins og
hélt nú áfrám bænalestri sínum á latínu og kviknaði þá af nýju
heift múgsins. Hann var dreginn upp og látinn detta, og Katrín
beið í dauðans angist, því að hún óttaðist, að einnig hann mundi
rísa á fætur, en hann gerði það ekki, enda lagði reyk af brenn-
andi tjöru yfir allt í svip, en hún sá — of greinilega — er böðl-
amir sneru sér nú að síra Edward og leiddu hann fram. Hann
var á svipinn sem barn skelfingu lostið. Hann starði á múginn,
eins og hann leitaði vinar í þessum stóra hóp. Katrín veifaði til