Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 249
RÖKKUR
297
„Slepptu innganginum. Þú átt vafalaust nógar aðrar lygar
í sarpinum.“
Karlinn var hikandi og vissi vart hvað gera skyldi. „Inn-
gangsorðin“ höfðu jafnan haft þau áhrif, að gera hann öruggan;
nú hafði hann verið sleginn af laginu, en tautaði þó framhaldið
fyrir munni sér: „Philidia, philideros, pamphilida, florida, flort-
os,“ o. s. frv., og tók því næst úr belti sínu dálítinn sprota,
benti á skjaldarmerkið og mælti:
„Margar eru ættirnar fornar og göfugar í landi voru, en eng-
in eldri né göfugri en Alardættin. De Icklesham og de Etching-
ham ættirnar voru eitt sinn á hátindi veldis og frægðar, en
þeirra beið hrun og niðurlæging. Lítið á skjaldarmerki Alard-
ættarinnar. Silfurskildirnir tákna eilífðina, en er eg rýni fram
í dag, sé eg mikinn fögnuð og gleðskap, eg sé mikla elda og
limskraut og dansandi karla og konur. Matur er nógur og gnægð
mjaðar. Ekkert skortir í eldhúsi Alards og þaðan fer enginn
hungraður — eða þyrstur. Og eg sé einnig brullaup þernu, og
enn er dansað, eg sé meiri mjöð, tunnur mjaðar, sem opnar
standa, og blessun hvílir yfir brúarbeði, og allt í anda sannr-
ar trúar. En við hverfum úr eldhúsi og lítum í hin æðri salar-
kynni, og er eg horfi fram í tímann sé eg nú einnig brullaup,
hátíðlegt viðhafnarbrullaup, og brúðguminn er tiginn lávarð-
ur. Honum rennur blátt blóð í æðum; blárra blóð rennur ekki
í æðum nokkurs manns í öllu konungsríkinu ,og hinn tigni
lávarður verður maki meyjar af Alards-ætt og er stoltur af.
Hún fer úr sínum göfuga föðurranni og leið hennar liggur í
mikinn kastala og þar mun hún ala sínum tigna maka sjö sonu
og sjö dætur. Hér er leopards höfuð — gullið. Símon Alard
söðlar hest sem krossferðarriddari og til að berjast gegn hinni
sönnu trú. Systir hans ríður af stað til móts við hann. Og þau
mætast undir krossinum ....
Hann hikaði, stamaði, það var sem hann hefði misst þráð-
inn —- en svo náði hann sér á strik og hélt áfram:
„Já ,vissulega, fyrir dóttur hússins á það að liggja, að gift-
ast vel — hún á að búa í skrautlegu húsi, eg sé poka fullan af
gulli, og brúðgumi hennar hefir hár svart sem íbenholt. Eg
sé tengsl milli göfugra ætta, mikla frjósemi, auðæfi, trúrækni.
Og hinir göfugu húsbændur hér munu hafa gnægð fjár, sem
sprettur upp á landi ættarinnar, ökrum og skógum, og leigur
munu drýgja sjóð þeirra. Og þó — eg þykist sjá, að auðurinn
komi ekki mestur af yfirborði jarðar, heldur úr iðrum jarðar.