Rökkur - 01.06.1952, Side 56
104
ROKKUR
Ralph leit í áttina til hans, allhikandi, en mælti svo:
„Ó-já, vissulega.“
„Fyrirtak, kæri herra Scrope. Því að okkar á milli sagt —
hér heyrir enginn til okkar nema hún Lais mín, ha, ha — dauð-
leiðist mér hérna. Sir Róbert Chalmers er nú ekki beint
skemmtilegur, aldrei glaður, kátur, upplífgandi. Alveg í hina
áttina — og það er þess vegna, sem eg hefi kosið að búa í
Wrybourne Arms, þar til eg hverf aftur til borgarinnar. Og
Wrybourne minnir mig eðlilega á frænda yðar — jarlinn?"
„Hvernig þá, markgreifi?“
„Nei, nei, kæri vin, titlið mig ekki markgreifa, þar sem við
nú erum orðnir vinir. Kallið mig Raymond? Erum við sam-
mála?“
„Jæja, Raymond?"
„Og þar sem við erum nú orðnir svo vel kunnugir, langar
mig til að spyrja um dálítið, ekki af því að mig varði neitt
um það, eða það skipti nokkru máli, heldur vegna þess, að
eg get ekki trúað því — er það — getur það verið satt, að
hann hafi verið réttur og sléttur háseti?“
„Já, það er satt, en það verður honum aldrei til vansæmdar
talið, í fyrsta lagi vegna þess, að hann var dugandi sjómaður,
og vann sig upp í foringjastöðu — og auk þess mættum við
hafa í huga, að engir sjómenn standa enskum sjómönnum
framar.“
„Göfugmannlega mælt, kæri Ralph, og — gullsatt var orðið.
En hvílík breyting — hve rómantískt? íhugið, blásnauður sjó-
maður í gær, auðugur aðalsmaður í dag, voldugur, áhrifamik-
i]l, dáður, ekki sízt af konunum?“
„Hvaða konum?“
„Konum yfirleitt auðvitað — að minnsta kosti flestum.
S jaldan lýgur almannarómur, og allir vita að altalað er, að
hann njóti mikillar hylii kvenna, — hann þurfi aðeins að depla
auga, benda — og konur hlaupa í faðm hans.“
„í faðm frænda míns, hans Japhets, nei, það hefi eg aldrei
heyrt. Hann hefir aldre verið neitt kvennagull."
„Af hverju dragið þér þá ályktun?“
„Hann — hagar sér ekki þannig, gerir ekkert til þess að
afla sér hylli kvenna — og hann er enginn fríðleiksmaður.“
„Og því hættulegri, — hann er karlmannlegur og —“
„Hvað eigið. þér við?“
„Hvað eg á við, kæri vin, ha, ha, — öll reynsla kemur heim