Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 184
232
RÖKKUR
„En hvað getur aftrað mér frá að fara á sjóinn? Eg ætla
að manna skip upp á eigin spýtur og herja á „monsjörana“.
Ó, hve eg hlakka til að heyra gnauð í öldum, þyt í rám og
reiða, hve eg mun njóta þess, er Ránardætur vagga fleyi
mínu — og, kona góð, er til bardaga kemur —“
„Sam, þú mælir af eig'ingirni og fyrirhyggjuleysi.“
„Anna frænka, — England þarf á öllum vopnfærum son-
um sínum að halda.“
„Heldurðu ekki, að konan þín þurfi á þér að halda?“
„Hún skildi mig eftir einan — í skugganum. Hún fór með
barnið, guðmóður sína, og allar þernur sínar, skartgripi, fé —
hana mun ekki skorta umhyggju eða neitt, hún hefir allt —“
„Nema manninn sinn, Sam.“
„Hví kemur hún þá ekki til hans — og það í hendings kasti
— ella verður það of seint.“
„Og hví þarf hún að hafa svo hraðan á, Sam?“
„Vegna þess að eg mun ekki draga degi lengur, að ná mér
i skip og áhöfn. Eg vona, að Ned verði fús til þess að fylgja
mér.“
„Svo heimskur er Edward Harlow ekki.“
„Þá aumka eg hann, — en hann getur svarað fyrir sig, eg
ætla að spyrja hann nú þegar. Komdu, Anna frænka, við skul-
um ganga á fund hans.“
„Nei, Sam, ekki eg. Seztu niður, því að eg hefi ekki lokið
við að segja allt, sem eg ætlaði mér.“
„En eg hefi sagt allt, sem eg ætla mér. Og komdu nú, eða
eg verð að taka þig og bera þig —“
„Nei, það gerirðu ekki — það gætirðu ekki —“
Hann tók utan um hana, en hún stóð upp með miklu pilsa-
skrjáfi og losaði sig, og lét hann sér þá nægja að kyssa hana
og leiða hana út úr aldingarðinum.
Þau komu að Ned skipstjóra og Tom þar sem þeir hömuð-
ust með heygaffla í höndum, en hættu og hölluðu sér fram á
gaflana, meðan Sam skýrði þeim frá fyrirætlun sinni af mik-
illi ákefð. Ned hlýddi á án þess að mæla orð af vörum, en er
Sam loks þagnaði mælti hann:
„Gamli félagi, ekki mun hörgull á mönnum á skip okkar,
en skyldan kallar líka á landi, og plógurinn er okkar bezta
vopn. Því að bardagamenn þurfa eð eta. En ráðist her manns
inn í landið munum við einnig grípa til vopna. Þangað til,
hygg eg, ber okkur að sinna skyldustörfunum í sveitinni, erja